Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hin sanna ríkistrú.....

......er að gera ekki neitt. 

Bíða eftir því að þetta reddist allt.

Var ekki skipt um ríkisstjórn í upphafi árs 2009? 

Hvað breyttist??


mbl.is 85 fyrirtæki í þrot í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta aldrei orðið hjón...

...vegna þess að það er mjög löng hefð fyrir því að hjón og hjónaband sé samband karls og konu.  Þar með er ég ekki að segja að annað sambúðarform geti ekki fengið kirkjulega blessun, en hjón getur samband tveggja einstaklinga af sama kyni aldrei orðið.   

Vona að íslenska kirkjan hafi þann kjark að samþykkja ekki að samkynhneigðir geti fengið blessun sem hjón.  Sá hópur verður að finna sér annað þjált orð yfir það sambúðarform og vigslu.

 


mbl.is Bann við hjónavígslu samkynhneigðra staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seint í rassinn gripið.

Ef einhver glóra hefði verið í stjórnvöldum, bæði hjá borg og ríki, hefði aldrei verið farið í þessa hringavitleysu.  Þessi glamor varð til í útrásaræðinu, sem heltók alla landsmenn um stund, sem flestir sverja nú af sér að hafa tekið þátt í.   Það er hinsvegar erfitt, þegar þorri Íslendinga er skuldsettur upp fyrir haus vegna græðgislegra lána sem þeir tóku til að taka þátt í hrunadansinum í kringum gullkálfinn.

Ég er hins vegar ósammála að hætta við núna, en það er jafn nayðsynlegt að breyta byggingunni og einfalda, til þess að hún geti risið og þjónað sínum tilgangi.  Borgin á hins vegar að bera þann kostnað, þó tala megi um einhvern styrk frá ríki til að koma að verkinu og ljúka við byggingu hússins. 

Reksturinn verði hins vegar alfarið borgarinnar, enda eru það borgarbúar sem koma til með að nota húsið mest.


mbl.is Vilja að byggingu Tónlistarhúss verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegur yfir Öxi í sjónmáli.

Nú er að hefjast vinna við 11 km veg í Skriðdal, löngu tímabæra framkvæmd.  Þessi vegalagning styrkir þjóðveg eitt, sem liggur nú um Breiðdalsheiði, en fær væntanlega annað númer og Öxin verður númer eitt.

Þetta styttir vegalengdina umtalsvert milli Hafnar og Héraðs, en ekki síst munu Djúpavogsbúar gleðjast við þessar langþráðu samgöngubætur.

 


Sammála Grænfiðungum...

...  - - Jóhanna þarf að fara að vakna. 

Ég er hins vegar ósammála Grænfriðungum um að grípa til aðgerða til að stöðva hvalveiðar.  Ég vil að Jóhanna vakni til að bjarga því sem bjargarð verður í heimi atvinnulífsins og heimilinna. 

Hvernig væri að Grænfriðungar kæmu með tillögur um hvernig á að matreiða þessa hvali handa hungruðu heimi.  Hvallirnir eru villibráð og hafa ekki alið allan sinn aldur í þröngum búrum, eins og oftast er hlutskipti t.d. kjúklinga.
mbl.is Grænfriðungar vilja að Jóhanna vakni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væru útgerðamenn sáttari....

.... ef leigan hækkaði? 

Útgerðamenn líta gjarnan á rétt sinn til nýtingar auðæfa hafsins sem eignarétt, ekki afnotarétt, sem er grundvallarmunur.  Almennt gildir það um framboð og eftirspurn, að verðið hækkar ef eftirspurnin vex, en lækkar að sama skapi þegar framboð verður meira en eftirspurnin. 

Þetta vita þeir sem hallast til hægri í pólitík.

Það er því nokkuð kindugt, að einkavæðingasinnar og fylgjendur skógarlögmálsins, skulu vera pirraðir á endurskoðun á "leigunni".  Með því að hækka leiguna er ekki er verið að fækka "herbergjum" heldur aðlaga leiguna að framboði og eftirspurn.  Er það leið sem mundi þóknaðist útgerðamönnum betur.  

Skuldir þurfa þeir hins vegar að höndla eins og hver annar þjóðfélagsþegn, borga það sem tekið er að láni.  Aðrir eiga ekki að hafa áhyggjur af því, - svo einfalt er það.



mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafn við hæfi.

Er ekki rétt að breyta nafninu á Faxaflóa og kalla hann.... Svínaflóa...Devil

 

 


mbl.is Var bara tímaspursmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"VG - Group" að meika'ða?

Nú er FL Group ekki svipur hjá sjón, en þeir voru stórir á markaðnum þegar sól þeirr reis hvað hæst og voru m.a. stórir hluthafar í Iclandair.

Nú er  öldin önnur, útrárarvíkingarnir orðnir safngripir með öðru góssi frá landnámöld og nýir kappar og kempur komnar fram á sjónarsviðið. 

Nú er það ekki FL-Group sem hefur undirtökin í Icelandair, - heldur "VG-Group" með fjármálaráðherrann Steingrím J Sigfússon við stjórnvölinn.

Ja, - það er aldeilis munur að geta gert eitthvað annað, - en að byggja álver.

 

 


Kaupum af Svíunum??

Margt hefur verið keypt af svíum í gegnum tíðina annað en Saab og Volvo.  Ýmis kerfi í skólakerfinu, sem þeir sænsku gátu ekki tileinkað sér var ekki fullreynt fyrr en íslensku skólabörnin voru búin að fá upp í kok þessari sænskri ítroðslu.

Mengi var eitthvað sem þeir sænsku koksuðu á og því næsta skrefið að reyna það á þeim íslensku.  Merkilegt nokk, það virðist vera sú mengja-kynslóð sem setti Ísland næstu því á hliðina.  Gæti verið eitthvað samhengi í hlutunum. 

Í mengjum er verið að nota sömu töluna sem breytur í ýmsum hringum og minnir óþyrmilega á að nota sama peninginn sem ýmsar breytur í skúffufyrirtækjum, sem eingu skilaði út í samafélagið.  Voru einungis tölulegar stærðir á blaði. 

Nú eru Svíar að tala um að kjósa um það að taka upp Evru.  Við það losnar fullt af verðlausum peningum, - sænskum krónum.

Getum við bara ekki keypt sænsku krónuna á slikk og hún verði gjaldeyririnn okkar í framtíðinni? 
Kom ekki Garðar frá Svíþjóð til Húsavíkur? 
Er ekki rétt að taka bara ekki upp þráðinn þar sem frá var horfið?


Fangelsið á Reyðarfjörð!!

Ég hef tvisvar áður fjallað um að nýta byggingarnar sem Bectel nýtti vegna uppbyggingarinnar á Reyðarfirði.  Þar er "gistimöguleikar" fyrir um 705 manns, eldhús á staðnum til að kokka ofan í liðið, þreksalir og afþreying ýmiskonar.

Girða þarf svæðið af, en rétt hjá liggur raflínan niður í álverið og ætti að vera hægt að fá "afleggjara" til að halda spennu á rafgirðingu, sem mundi vera umhverfis svæðið.

Það er ekkert lögmála að fangar utan af landi fari í afplánun á suðurlandið, ef þeir geta afplánað í heimabyggð.  Svo er að sjálfsögðu pláss fyrir þá sem settu landið á hausinn að koma austur og afplána  þegar það að kemur.  Það gæti brostið á fyrr en varir.

Þetta er einnig kjörðið fyrir þá "sem vilja gera eitthvað annað" að styðja við og stuðla að framgangi þessa máls. 

Það mundu verða til nokkur störf á landsbyggðinni við þetta.

http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/702949/


mbl.is Skora á stjórnvöld að byggja nýtt fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband