Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Lagarfljótsormurinn. Hollvinasamtök??

Ferðaþjónustan á Íslandi er á brauðfótum, í flestum geirum þess.  Nokkur lifa allgóðu lífi, en meðaltalið er slæmt, - mjög slæmt. 

Nú er rekstur farþegaskipsins á Lagarfljóti í uppnámi, - enn eina ferðina.  Vandamálið má rekja til upphafsins, þegar Byggðarstofnun sveik gefin fyrirheit og í stað hlutafjár upp á tíu mílljónir, var veitt lán upp á þá upphæð.  Ferðamálasjóður drap svo fyrirtækið endanlega með óbilgirni og þröngsýni þeirra sem þar réðu ferð.

Núverandi eigendur hafa ekki flegið feitan gölt í verkefninu og ferðamannatíminn er það stuttur, að rekstur þessa verkefnis verður seint arðbær og þarf því stuðning af einhverjum toga.

Þá veltir maður fyrir sér hvað er til ráða.  Eitt kemur upp í hugann.  Það er að stofna hollvinasamtök Lagarfljótsormsins og sýna samhug í verki.  Ekki einasta væri það verkefni samtakanna að finna fé til að tryggja rekstur, heldur væri einnig hægt að koma að verkefninu með því að leggja hönd á plóg, því ýmislegt fleira er hægt að gera, en að leggja því fé.  T.d. þarf á hverju vori að þrífa skipið hátt og lágt og mála yfir hluti, sem hafa látið á sjá yfir veturinn. Bryggjur þarf að laga og snyrta umhverfi hafnarinnar.

Eru menn og konur, tilbúin að koma að þessu verkefni og freista þess að það stöðvist ekki.  Farþegaskip á Lagarfljóti er eina skipið, sem er gert út á ferskvatni á Íslandi, og væri sjónarsviftir af því að það hætti að sigla um með ferðamenn.  Líkur eru á að komandi sumar verði "fengsælla" en fyrri ár, vegna kreppunnar og af hennar sökum munu fleiri skoða eigið land.

Er einhver með góðar tillögur, sem hrinda má í framkvæmd í tengslum við þetta verkefni????

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband