Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Sérstök fyrirsögn á dapurlegum atburði.

Tveir létust þegar lest ók á fjórhjól.  Hvernig er þetta með lestirnar í Cardiff, eru þær ekki á spori? 

Í þessu tilfelli er það trúlega fjórhjólið sem ekur í veg fyrir lestina og ökumaður fjórhjólsins sem gerir þessi afdrifaríku mistök.
mbl.is Lest lenti á fjórhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óábyrgir slökkvimenn....

... eru með meiðandi yfirlýsingar í garð starfsmanna Flugstoða.  Þeir senda heldur kaldar kveðjur til þeirra starfsmanna Flugstoða sem hafa áhuga á að sinna verkum á vegum félagsins og eru að sinna svipuðum verkum á öðrum áætlunarflugvöllum, t.d. við Egilsstaðaflugvöll og hafa staðið þar sínar vaktir með sóma.

Slökkvimenn og flugvallarverðir fæðast ekki inn í þennan heim sem starfsmenn slökkviliðs eða flugmála.  Þar liggur að baki þjálfun og meðferð tækja og tóla og umgengni við þann vettvang sem þeim er ætlað að sinna hvor fyrir sig.  Flestir geta sinnt þessum störfum með prýði og séhæfing fylgir hvoru starfi fyrir sig, sem óþarfi er að gera lítið úr.

Það eitt sem skýrt getur þessi harkalegu viðbrögð slökkvimanna, er óttinn við að missa vinnuna sína, sem er skiljanlegur og því helgar tilgangurinn meðalið með þessum yfirskotum þeirra. 

Bendi slökkvimönnum vinsamlegast á að sækja um hjá Flugstoðum um þessi störf, ef áhuginn er svona mikill hjá þeim að starfa í fluggeiranum, - jafnvel þó þeir þurfi að leggja eitthvað meira á sig í því starfi. 


mbl.is Gagnrýna Flugstoðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband