Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Flokkseigendafélagið að missa tökin?

Þetta eru góð tíðindi fyrir almennan flokksmann, að sjá að nokkrir þungaviktamenn geti ekki rekið flokksbatterýið, eins og þeir eigi það prívat og persónulega skuldlaust.

Þetta er það sem verður flokknum til bjargar, nú er bara að sópa betur út og mublera upp á nýtt. 

Til hamingju!
mbl.is Höskuldur og Sigmundur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með fé til landvarna Íslands...

...er ekki hægt að nota það til gæslunnar frekar.  Um hve háar upphæðir er að ræða?  Átti ekki að borga Bretu 150 - 200 milljónir til að leika sér hér í lofthelginni nokkra daga rétt fyrir jólin?
mbl.is Uppsagnir hjá Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími á nýja Unaóshöfn?

Er ekki rétt að skoða í samhengi að setja upp olíuhreinsistöð á Héraðssöndum og stórskipahöfn inn í Héraðsflóann í skjóli við Svertlinga, rétt við Unaós.  Fyrir mörgum árum var höfn þar.

 Landsvæði er fyrir hendi, og ef eitthvað er að marka náttúrusinna, er búið að eyðileggja Hérðaðið hvort eð er til frambúðar.  Er því ekki rétt að þyrma svæðinu við Bakkaflóa og hreinum fjörðum á Vestfjarðakjálkanum.

Á Héraði er til umfram raforka, nægjanlegt undirlendi, byggingarefni á staðnum fyrir höfn og önnur mannvirki og stutt á Drekasvæðið.  Alþjóðlegur flugvöllur í rúmlega 40 km fjarlægð.

Hvað vilja menn hafa það betra?? 
mbl.is Olíuleit á Drekasvæðinu boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forgangsröðin eitthvað að bögglast.....

...fyrir heilbrigðisráðherranum.  Væri ekki rétt að kynna sér starfsemina og koma síðan með tillögu til úrbóta?

Þetta virðist vera sér-Reykvísk vinnubrögð, skera og/eða sameina úti á landsbyggðinni, en "splitta" og/eða byggja upp í Reykjavík.

Dæmi 1. Leggja niður/sameina: Guðlaugur Þór uppfullur af því að sameina.  Páll Magnússon hjá Stöð2 leggja niður fréttastofur úti á landi.  Sami Páll Magnússon hjá RÚV leggja niður fréttastofur úti á landi, eða a.m.k draga verulega úr starfseminni.  Sameina kjördæmi.

Dæmi 2. "Splitta": Skipta Reykjavík í tvö kjördæmi, í stað þess að sameina allt "bixið" frá Kjalanesi vestur fyrir Straumsvík.  Skipta lögreglu umdæminu á suðurnesjum upp.

Dæmi 3. Byggja upp:  Byggja íbúðar- og atvinnuhúsnæði fyrir borgarbúa 20 ár fram í tímann.

 


mbl.is Heimsótti sjúkrahúsið á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Passlega spilltur fyrir okkur??

Fellur hann ekki í kramið hjá okkar stjórnsýslu.  Gerum hann að ráðherra strax.  Það sér ekki á svörtu, - eða þannig sko....Cool


mbl.is Fékk ekki þingsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örvæntingin í Samfylkingunni.

Guðmundur Steingrímsson hefur sagt skilið við Samfylkinguna.  Máltækið segir: ”Bragð er að þá barnið finnur”.  Mér hefur oft þótt umræddur Guðmundur vera barnalegur í framkomu, eða kanski væri nær að segja barnslega einlægur. 

Athygliverður er sá kliður sem fer um bloggheiminn, sérstaklega er gaman að sjá hve pirraðir Samfylkingarmenn eru á þessu.  Framsóknarflokkurinn fær sinn skerf á pirringnum frá fyrrverandi samflokksmönnum Guðmundar.  Framsóknarflokkurinn hefur sína fortíð og hefur staðið og fallið með henni. 

Það hefur hins vegar þótt henti í Íslensku fyrirtækjabrölti að skipta um kennitölu til að fela skítinn í slóðinni sinn.  Það þótti einnig henta hjá Krötum þegar þeir gengu til verka og tóku þátt í að koma Samfylkingunni á koppinn, eða ef til vill betra að segja á kamarinn.  Núna er farið að vella undan þröskuldinum á Samfylkingarheimilinu, ýmislegt sem betur væri hulið, - kamarinn er sem sagt orðinn fullur.

Ef sannir Samfylkingarmenn væri sjálfur sér samkvæmur, mundi þeir fylgja Guðmundi út úr sukkinu og helga krafta sína öðrum og heiðlarlegum stjórnmálaöflum, - ef þau eru þá á annað borð til.  

Man einhver hvaða stjórnmálaafl bauð fram undir slagorðinu "Fagra Ísland" og hverjar urðu efndirnar?

Latur að blogga í "góðærinu".

Hvernig getur maður verið latur að blogga í þessu "góðæri" í bloggheimi.  Svona er þetta nú bara.  Maður verður hálf dasaður á því að hafa skoðun á því ástandi sem skekið hefur land og þjóð síðustu vikur og mánuði.  Þess vegna vefst manni tunga um tönn, eða ef til vill enn frekar,  fingur um lyklaborð.

Eitt gleður mig þó, ástandið getur varla vesnað úr þessu.

Nú er komið nýtt ár og óska ég öllum velfarnaðar á því ári, - í blíðu og stríðu.  Þó ástandið geti vart vesnað, er ljóst að einhver tími muni líða þar til það fari að skána.  Því verða menn að þreyja þorrann, sennilega út þetta ár og herða sultarólarnar.  Það er ábyggilega mun auðveldara fyrir þá sem hafa 150 - 200 þús á mánuði, en þá sem eru með meira en milljón á mánuðu, svo ekki sé talað um tvær.  Þeir bera líka svo mikla ábyrgð eins og bankastjórarnir gerðu, - þið munið.

Annað gleður mig einnig svolítið.  Það var þegar einhverjir bankamenn höfðu fyrir því að setja sig í samband við mig (fyrir hrunið mikla) og vildu ásælast mínar fáu krónur og vildu ávaxta þær.  Þar sem ég er eldri en tvæ vetur, sagði ég þeim það umbúalaust, að þegar bankinn hefði fyrir því að hringja í mig og bjóða mér "díl", vissi ég að eitthvað óhreint væri í pokahorninu.  Ég sagðist ekki vita hvernig þeir ætluðu að plata mig og mér væri einnig slétt sama um það, - ég tæki hinsvegar ekki þátt í þeim "monkey bisness".

Ég sá við þeim, þó ég sé ekkert fjármála-"séní".  Þess vegna á ég ennþá þessar fáu krónur í bankanum. 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband