Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Liturinn á Lagarfljóti......

.....er uppspretta að vangaveltum hjá Jóni Inga Cæsarssyni á bloggi hans http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/628677/.

Eins og heittrúuðum andstæðingum virkjana og stóriðju er tamt, er skautað mjög frjálslega yfir sannleikann og þar er trúað eins og nýu neti bull-frétt fréttastofu RúvAust frá því á s.l. fimmtudag í svæðisútvarpinu og sama frétt birt í fréttum útvarps allra landsmanna á föstudag.

Sævar Helgason hefur oft tekið undir slíkan málflutning og verð ég að játa það hér, að ekki hef ég haft nennu til að lesa það sem hann hefur frá sér látið, en það litla sem ég hef komist yfir er sammerkt annari umfjöllun þessa hóps, byggð á upphrópunum, rangfærslum og trúarhita andstæðinga umræddra framkvæmda.

Auðvita á maður ekki að reyna að rökræða við einstaklinga í þessum ham, en stundum freistast maður þó til þess.  Því miður líður manni eins og ónefndum riddara sem var stöðugt að berjast við vindmyllur.

Einkennileg "frétt" unnin af RúvAust.

Oft hefur maður á tilfinningunni að fólkið sem starfar við öflun og útsendingar á fréttum frá Austurlandi búi í eigin hugarheimi, einskonar móðurlífi eigin vitundar og geti illa sett hluti í rétt samhengi.

Í gær datt ég inn í útsendingu á svæðisútvarpinu, reyndar óvart, nenni yfirleitt ekki að hlusta lengur.  Þá var verið að tala við Þorstein Bergsson virkjanaandstæðing, um litinn á Lagarfljótinu.  Síðan var talað við nokkra aðra sem höfðu mismunandi skoðun á hlutunum og sýndist þar sitt hverjum.  Af fréttinni mátti auðveldlega draga þá alyktun að þessi litur yrði svona til frambúðar.  Þetta er enn ein atlaga fréttamannanna á umræddri "frétta"-stofu að koma fram með hug sinn á umrædda framkvæmd, sem flestir hlustundur hafa ekki farið í grafgötur með.

Raunveruleikinn er hins vegar sá, að mannvirkið er ekki komið í þann rekstur sem á að vera og nú um stundir rennur Jökulsá í Fljótsdal óbeisluð um sinn vanalega farveg á meðan Jökulsá á Dal (Brú) kemur í allri sinni "dýrð" í gegnum göngin til að knýja vélarnar.  Þegar framkvæmdum er lokið við inntaksmannvirki Jökulsár í Fljótsdal og vatnið þaðan verður farið að renni um göngin, verða hlutirnir eins og áformað er og væntanlega til frambúðar.  Jökulsá á Brú fær þar af leiðandi lengri tima til að fella út gruggið og þegar hún kemur til byggða ætti hún að vera ögn hreinni en hún er nú og liturinn á Lagarfljóti sem næst sínum upprunalega, þó skiptar skoðanir eru um það. 

Ef metnaður fréttamanns, vegna þessarar fréttar hefði verið einhver, var auðvelt fyrir hann að kynna sér staðreyndir og afla sér upplýsinga á réttum stöðum, svo oft hefur verið fjallað um þessa framkvæmd að fréttamaðurinn ætti að vita hvar þeirra er að afla.

Kárahnúkar hvað.....?

Oft hafa bloggarar í Reykjavíkurhreppi varað við leirfoki frá Kárahnjúkum vegna virkjana og talið það með neikvæðum þáttum þess verkefnis.   Ekkert ber á því hér nú frekar en venjulega, eingöngu áframhaldandi fok frá hálendinu, - eins og verið hefur í andanna rás.

   


mbl.is Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver blekkti hvern?

Mér er til efs, að nokkur hafi blekkt annan eins og Ólafur F. Magnússon blekkti sjálfan sig.  Frá fyrsta degi skein feigðin út úr þessu samstarfi.  Það var flesturm ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn var eingöngu að nota veikleika Ólafs til samstarfs og nú leika þeir sama leikinn við Óskar. 

Sjálfstæðismönnum er ekkert heilagt, þegar kemur að valdataflinu.  Merkilegt hvað menn eru blindir.
mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk stinning??

Það er með ólíkindum hvað Hanna Birna Kristjánsdóttir er pólitískt vergjörn.  Hún er til í hvað sem er til að halda völdum.  Hún var ekki lengi að koma Ólafi F. Magnússyni til við sig, og núna tók einungis dagpart að koma Óskari Bergssyni upp í lokrekkju Sjálfstæðisflokksins. 

Þetta minnir óneytanlega á dýraríkið, þar sem kóngulóin étur maka sinn að lokinni athöfn, - ef hann nær ekki að bjarg lífi sínu á flótta. 

Maður veltir því einnig fyrir sér, hvort konan sú, hafi yfir að ráða einhverjum pólitískum VIAGRA töflum til að ná árangri. 

Það er kanski tilviljun, en þessar töflur eru oftast bláar.  Hefur það einhverja merkingu???

 


mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver tekur mark á þessu??

Það er fínt að koma á elleftu stundu og segja....."ok,  ég skal fara úr borgarstjórastólnum núna......" eins og gefið er í skin að Ólafur M. hafi verið tilbúinn að gera, maðurinn sem ber ábyrgð á þeim vandamálum sem skekið hafa borgina í tæpt ár, og sprengdi upp Tjarnarkvartettinn.

Þegar búið er að brjóta rúðuna, er ekki lengur hægt að lappa upp á hana, - það þarf að fá nýja. 

Vonandi skilur Árni Þór Sigurðsson þetta einnig fyrir rest.


mbl.is Segir Ólaf hafa samþykkt að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að öðru eins bulli.....

....hef ég ekki orðið vitni að lengi.  Það sem formaður Félags íslenska leiðsögumanna, Ragnheiður Björnsdóttir, lætur hafa eftir sér er í versta falli yfirmáta hrokafull athugasemd, í besta falli rakin vankunnátta á málefninu. 

Hér er fyrst og fremst verið að reyna að slá ryki í augu lesenda, vegna þeirrar sérstöðu Austurlands, að vera með innkomu í landið, yfir 100.000 manns árlega.  Auðvitað sárnar formanninum að íslenskir farastjórar getir ekki einir ráðskast með ferðamenn að eigin geðþótta.  Formaðurinn þolir greinilega ekki samkeppnina, ef þeir væru að standa sig, væri ef til meira leitað til þeirra, - eða hvað??

Fram að þessu hafa margir íslenskir fararstjórar nær eingöngu litið á Austurland sem stað, þar sem fátt eitt er hægt að gera, annað en að sofa, éta og skíta.

 

 

 


mbl.is Uppselt á ferðamannastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband