Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Egilsstaðir hornreka hjá Veðurstofunni.

Á síðasta ári var talsverð umræða um útsendingu veðurfrétta í sjónvarpi.  Þar stóðu veðurfréttamenn (-konur) oftast fyrir Austurlandi á meðan á veðurfréttatímanum stóð, sérstaklega var þetta pínlegt þegar brjóststórir veðurfræðingar háóléttir voru á vaktinni. 

Talsvert bar einnig á ónákvæmni í flutningi veðurfrétta af svæðinu og oft ekki getið um þegar veður var gott á Egilsstöðum, heldur eingöngu sýnt veðrið á annesjum, eins og t.d. Dalatanga, sem oftar en ekki er mun lakara en inn til landsins.

Valdimari Benediktssyni blöskraði ástandið svo, að hann setti auglýsingu í Morgunblaðið og benti á vankantana  og auglýsti eftir ólýgnum veðurfréttamanni.  Það brá svo við að veðurfræðingarnir hættu að standa fyrir Austurlandi.

Hvort sem það er tilviljun eður ei, hættu að mæta háóléttir veðurfræðingar í útsendingu og einnig var íslandskortið minnkað þannig að flatbrjósta veðurfræðingurinn gat verið á skjánum án þess að skyggja á hálft landið.

Á nýrri heimasíðu Veðurstofu Íslands er kort, hvar fram koma veðurstöðvar er reglulega senda veðurupplýsingar inn í gagnagrunn stofunnar.  Nú bregður ítrekað við, að hluti þessa upplýsinga eru ekki sýnilegar frá Egilsstöðum.  Einnig hafa verið veruleg vanhöld á því að lesnar hafa verið veðurfréttir í útvarpi frá Egilsstöðum, þó upplýsingar þaðan séu gefnar á klukkustunda fresti.  Dagskrárgerðarmenn hafa kvartað undan þessu í útsendingu fjölmiðlanna.

Ítrekað er búið að benda stofnunni á þessa vankanta en allt kemur fyrir ekki.  Þetta er ástand sem ekki er Veðurstofu Íslands sæmandi og hér með er þess krafist að þessu verði kippt í liðinn, nú þegar.   

Samfylkingin hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri.

Nú fer Dagur B Eggertsson á kostum í flugvallarmálinu í Vatnsmýrinni eftir að Gísli Marteinn Baldursson glopraði því út úr sér að hann muni berjast fyrir byggð á flugvallarsvæðinu, og málefnasamningurinn við Ólaf F Magnússon rétt tveggja vikna daga gamall.   

Það er í sjálfu sér ekki merkilegt í pólitík, að geta ekki verið menn orða sinna og gera samning sem vitað er að engin innistæða er fyrir.  Hitt er ekki síður athyglivert, að Samfylkingin er með eina stefnu í flugvallarmálinu í Reykjavík og svo verður ekki annað séð að háttvirtur samgöngu ráðherra, Kristján Möller sé með aðra fyrir hönd dreifbýlismanna.  

Vísir 17 okt 2007“Samgönguráðherra er ósammála borgarstjóra um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stefnir að því að samgöngumiðstöð verði tilbúin þar vorið 2009. Hann segir unnið að því að skapa Iceland Express aðstöðu á vellinum svo félagið geti hafið innanlandsflug þaðan þegar á næsta ári”.

Tvöfalt siðgæði Alþingismanna.

Það er ekki bannað að framleiða tóbak.  Það er ekki bannað að selja tóbak.  Það er ekki bannað að reykja á almannafæri.  En það má ekki reykja innan um fólk, - innandyra.

Sé engin rök gegn því að útbúa klefa/herbergi  til að reykja í innandyra, eins og gert er í Alþingishúsinu og á Keflavíkurflugvelli, á meðan ekki er bannað að framleiða, selja og reykja tóbak.  Annað er bara tvöfalt siðgæði.

Það gelymist einnig í umræðunni, sóðaskapurinn utandyra, þar sem verið er að reykja og stubbar sem liggja í haugum fyrir fótum almennings.  Sé vilji veitingastaða og þjónustuaðila að koma upp reykinga-af-drepum, er annað fáránlegt en að leyfa það. 

Tek fram að ég reyki ekki og hef aldrei gert.


mbl.is Brot á reykbanni getur varðað sviptingu rekstrarleyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband