Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Rétt af Samfylkingunni að moka flórinn.

Hluti af vandræðum fólks og þenslu í húsnæðisgeiranum, var sú afravitlausa útboðsstefna á lóðaúthlutun í Reykjavík, sem rekin var undir forustu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.  Þar var lóðarskiki seldur allt að 20 milljónum og þá átti eftir að byggja á þeirri lóð hús.  Gat þetta endað á annan veg en í gjaldþroti?

Það er því við hæfi að samflokksmaður hennar, félagsmálaráðherrann, - moki flórinn. 
mbl.is Skoðað hvort leyft verður að selja hluta húsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dabbi króna.

Davíð telur sig vita allt betur en aðrir.  Grímulaus einkavæðing hefur hvergi skilað árangri, samt barði hann hana í gegn á Íslandi.  Við súpum nú seyði af stjórnunarháttum hans og Sjálfstæðisflokksins undanfarinna ára.  

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) er stútfullur af einkavæðingapésum eins Davíð og því passa þessi vinnubrögð saman, eins og flís við rass, - þó reynslan sýni annað í öðrum löndum þegar svipaðar hörmungar hafa dunið yfir.

Íslenska þjóðin þarf ekki óvini, á meða Sjálfstæðisflokkinn er við lýði. 
mbl.is Varar við háum stýrivöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísöld í heilastafseminni.

Það sem mig undrar mjög í allri þessari umræðu, að stöðugt skuli vera klifað á lánum, lánum og aftur lánum.  Er ekkert annað til??

Er ekki hægt að skoða aðra hluti, en að koma fjármálaheiminum til bjargar?  Þessum sama sýndarheimi, sem er búin að koma allri heimsbyggðinni á vorarvol með skýjaborgum og vonlausu plotti með innistæðurleus hlutabréf.

Er ekki rétt að skoða annan vinkil öllu þessu ferli?  Hjól atvinnulífsins eru að stöðvast, hvert af öðru.  Uppsagnir eru daglegt brauð og um þrjú þúsund manns er búið að missa vinnuna, s.k.v. heimildum fréttastofa.

Er ekki leið að fá stöndug fyrirtæki á norðurlöndunum að koma inn í atvinnustarfsemina hér og leggja hlut í fyrirtæki sem eru að stöðvast eitt af öðru vegna aðgerða stjórnvalda.  Það ætti að vera hægt að breyta lögum þannig, að fyrirtæki fái styrk á Íslandi, sem geta komið á samstarfi við erlent fyrirtæki og erlenda fyrirtækið fengi ríflega skattaivilnum í heimalandi sínu.  Aðra kosti þarf að skoða sem eru áhugaverðir fyrir erlenda fjárfesta. 

Hlutabréf ættu að fást á góðu verði hér nú um sturndir, en lykilatriði er að þau starfi áfram og ef að spár ganga eftir, ætti að verða uppsveifla innan fárra ára og þá hækka hlutabréf í verði og erlenda fyrirtækið getur þá selt, - jafnvel grætt á öllu saman.
mbl.is Norðmenn lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér hefði þyrla komið sér vel.

Óska þess að drengurinn nái fullum bata.

Það eru gömul sannindi og ný, að sjúkraþjónusta íbúanna á landsbyggðinni er langt fyrir neðan það sem getur talist ásættanlegt.  Hér hafa orðið alvarleg slys fjarri alfaraleið og talsverðum erfiðleikum bundið að koma slösuðum undir læknishendur.  Ekki einasta er erfitt að koma þeim í sjúkrabíl, heldur þarf að koma þeim í flug og fljúga til Reykjavíkur. 


Auglýsingaherferð Umerðarstofu um 15mín sem skipta máli, verður ansi hjákátleg fyrir okkur dreifbýlismennina, þar sem við erum yfirleitt að tala í klukkustundum, ekki mínútum að komast til læknis.

Því er krafan enn og aftur, þyrlu í Egilsstaði ..STRAX..!!

Sjá umfjöllun um þyrlumál:
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/463719/


mbl.is Ungur drengur á batavegi eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband