Vafrað um í Austfjarðaþokunni.

Ekki veit ég hvaða kuml var opnað til að ná í Guðmund Þorgrímsson, en slíkir fornmunir eru orðnir mjög fátíðir í pótitík á Íslandi, hvað þá að þeir finnist í framvarðasveit stjórnmálanna í sinni heimabyggð.

Nú síðast vann téður Guðmundur sér það til frægðar, að fara með grátstafi í útsendingu á RÚV-AUST að hans mati, af gefnu grófu tilefni Héraðsbúa.  Hvert var það?  Jú að samþykkja ályktunum í bæjarstjórn að taka að sér að reka flugvöllinn á Egilsstöðum og Vegagerð ríkisins, útibúin á Austurlandi.

Það er með ólíkindum hlusta á þessa kveinstafi úr barka manns, sem trúlega var nýkominn af SSA þingi, hvar samþykkt var að vinna að því að sameina allt Austurland í eitt kjördæmi.  Er þetta andinn sem menn vilja leggja af stað í slíka vinnu?

Það er náttúrulega til of mikils mælst, að heil hugsun hefði getað tekið sig upp í umræddu viðtali, t.d. að fagna því að fram komi tillaga um að færa yfirstjórn þjónustunnar austur.  Guðmundur hefði einnig, hefði hann ekki þessa meðfæddu grófu andúð á Fljótsdalshéraði, boðist til að taka þátt í því að móta þetta starf í samvinnu við öll sveitarfélögin á Austurlandi og leggja verkefninu lið.  Því var því miður ekki að heilsa.

Væri til einhver framsýni í hinum sveitarstjórnarmönnum á Austurlandi, væri lagt af stað með vinnu um að stofna Byggðarsamlag um samgöngumannvirki á Austurlandi.  Inn í því byggðarsamlagi væru allir vegir, flugvellir og hafnir á svæðinu, rekstur þeirra og viðhald fyrir hönd ríkisins.  Með slíku samlagi væri komin góð velta til þess að menn gætu sett sig í "gírinn" og tekið að sér að hrinda af stað verkefni við að grafa jarðgöng milli staða.  Það ætti að vera auðveldara fyrir stórt byggðarsamlag að fá hagstæð erlend lán til framkvæmda, með réttlátum framlögum frá ríki og með fastar tekjur af þeim rekstri sem þá þegar væri samningar um að reka.

En, á meðan stjórnmálamenn vafra enn um í Austfjarðaþokunni og telja alla óvini sína handan fjallahringsins og hjakka í sama farinu, verða framfarir litlar sem engar.  Lærðu sveitarstjórnarmenn virkilega ekkert á þeirri víðtæku samstöðu, sem náðist um að byggja álver og virkjanir. 

Hvar væru þær framkvæmdir nú, ef menn hefðu ekki staðið saman sem einn maður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

"En, á meðan stjórnmálamenn vafra enn um í Austfjarðaþokunni og telja alla óvini sína handan fjallahringsins og hjakka í sama farinu, verða framfarir litlar sem engar.  Lærðu sveitarstjórnarmenn virkilega ekkert á þeirri víðtæku samstöðu, sem náðist um að byggja álver og virkjanir. 

Hvar væru þær framkvæmdir nú, ef menn hefðu ekki staðið saman sem einn maður?"

BULL

Er einhver leið fyrir ykkur ALCOA menn að losa okkur Reykvíkinga undan þessum andskotans veðum

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/03/borgin_abyrgist_enn_45_prosent/

 Því engin þóknun, en við erum enn ábyrgð?  Fljótsdalshérað og Fjarðarbygð fá tekjur en engar ábyrgðir???

Hvernig væri að borga og þegja!.

Andrés Kristjánsson, 21.11.2009 kl. 00:19

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Var að fjalla um samstöðu, ef þú hefur ekki áttað þig á því Andrés.  Var ekki að fjalla um verkefnið um álver og virkjanir að öðru leiti en að bensa á samstöðuna sem skapaðist um það verkefni.  Ætla ekki að reyna að verja þá gjörð að örðu leiti gagnvart mönnum sem ekki upplifðu ástandið fyrir virkjun og horfa á heiminn i gegnum einhverja blámóðu.

Hvað varðar Reykjavík þá var fé Marshall-hjálparinnar eftir stríð, eyrnarmerkt til Sogsvirkjananna, var styrkur sem var ætlaður allri þjóðinni, en lenti í vasa borgarbúa.  Þessi stuðningur við þjóðina var eignfærður hjá borginni í þessum virkjunum og síðan notað borgin þær sem skiptimint til að komast inn í Landsvirkjun.

Þetta "þýfi" er nú að koma borginni illa. 

Sök bítur sekan, - þó síðar verði.

Benedikt V. Warén, 21.11.2009 kl. 08:57

3 identicon

Sér þú það sem góðan kost að sameina öll sveitarfélög á Austurlandi?? Ekki ég því miður vil ég segja, því enn hef ég ekki séð ávinning af hinum fyrri sem hafa orðið.

(IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband