Vegur um Öxi.....

....er nú í sjónmáli.  Nokkrir íbúar í Fjarðabyggð hafa séð ástæðu til að agnúast út í þá framkvæmd, sem er afar sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt.  Þetta er dæmi um okkar ágæta hrepparíg, sem hefur valdið því að þessi fjórðungur hefur oft dregist aftur úr vegna ýmissa mála sem þarf að vinna á fjórðungsvísu.

Dæmi úr bloggi Eiðs Ragnarssonar:
¨En það er nú svolítið einkennilegt að á sama tíma og það er nauðsynlegt að rjúfa vetrareinangrun norður um þá á að smíða þröskuld suður um (Öxi).  Ef menn ættu að vera sjálfum sér samkvæmir þá ætti ekkert að koma til greina nema jarðgöng þar undir (eða nálæg fjöll) því að þar er vegurinn í sömu hæð og á Fjarðarheiði og jafnlangur, og þar er tvíbreiður malbikaður vegur."

Eiður á sér nokkra skoðanabræður og systur í Fjarðabyggð.  Þeir sjá "þröskuld" í bættum samgöngum.  Hvernig má það vera?  Þetta er ekki í fyrsta, né síðasta sinn sem Eiður tjáir sig gegn endurbótum á Öxi, en til að svara honum, þá eru flestar reglur með undantekningum.  Þannig er það í málfræðinni og þannig er það einnig í sjálfu lífinu.  Einstaklingar fæðast, sem eru öðru vísi en fólk er flest á einn eða annan hátt.  Þeir eru ekkert verri fyrir það.

Öxi er ein af þessum undantekningum, sem Fjarðarbúar geta ekki með nokkru móti skilið að eigi rétt á sér.  Þessi framkvæmd er veruleg samgöngubót fyrir íbúa á Djúpavogi og styttir einnig alla aðdrætti til Héraðs.  Jarðgöng eru ekki á dagskrá núna, eins og margir vita, hvað síðar kanna verða er erfitt um að spá.  Í þessu tilfelli er besti kosturinn ekki í boði og þá er betra að fá þann næstbesta en engann, í von um að sá besti reki á fjörurnar fyrr en varir.

Það sem heldur vöku fyrir Fjarðabúum er það, að með Axarvegi verði það sannað svo ekki verði um það villst, að hann sé fullkomlega ásættanlegur og með aukinni umferð um Öxi verði farið að hugsa alvarlega að gangagerð undir hana. 

Það er tilhugsun sem setur verulegan hroll í skipaða og sjálfskipaða fulltrúa Fjarðabyggðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband