Að gera eitthvað annað....

... það er ekki  málið,  - bara hvað. 

Það er hægt að setja þetta inn í einfalda jöfnu:....... framleiða vöru + (plús) hver vill kaupa / (deilt með) hver ætlar að borga = (samasem) ávinningur af verkefninu. 

Að þessu gefnu er ekkert að vanbúnaði að hefnast handa.  Vandamálið er hins vegar oftast, - það vantar a.m.k. eitt atriði inn í þessa jöfnu.

Ábyrg stjórnmálaöfl láta ekki taka sig aftur og aftur í bólinu með að gera "eitthvað annað" og láta þar við sitja.  Þessi öfl koma ekki með neinar hugmyndir, hvað þá útreikninga og allra síst með fjármuni inn i verkefnið.  Það er gott að gaspra, verst hvað það gengur lengi inn í trúgjarnar kosningasálir.

Eins og sagt er í lok jarðvistar......: Af moldu ertu kominn. Að moldu skaltu aftur verða.  Af moldu skalt þú aftur upp rísa.........

........er hægt að segja þetta frjálslega yfirfært inn í samtímann: Tími uppbygga er liðinn. Tími hrunsins er að baki, tími framkvæmda er upp runninn.


mbl.is Góður fundur um Bakkaálver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú sé ég í Mogganum í dag að það eigi að tala við fleiri aðila en Alcoa um nýtingu orku fyrir norðan og "huga að atvinnuuppbyggingu, hvaða nafni sem hún nefnist og setja málið í farveg sem tryggi það."

Það er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að "eitthvað annað" sé í farvatninu eftir allt saman.

Við heyrðum um daginn um "eitthvað annað" við Blönduós, gagnaver sem hugmynd er um að reisa þar.

Af hverju við Blönduós? Það skyldi ekki vera vegna þess að það er í hugsanlegu tómarúmi mitt á milli landssvæðana sem álverin vilja eiga ein út af fyrir sig?

Ómar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gagnaver er gott og gilt, en hvað endast þau lengi??  Hvergi fleygir tækninni jafn hratt fram og í þeim geira.  Innan fárra ára gæti verið komin tækni sem gerir gagnaver óþörf a.m.k. að orkuþörfin verði einungis brot af því sem nú er.  Nú er t.d. talað um svarta kassann í flugvélum, þar sem verið er að skoða að koma upplýsingum beint frá vél í gagnasafn í landi.  Þar með þarf ekki að leita að svarta kassanum.

Með þessum orðum er ég ekki að tala gegn gagnaverum, bara að vekja athygli á þessu.  Öll störf á landsbyggðinni telja, bæði stór og smá.

Viljayfirlýsng við Alcoa er búin að vera gild í nokkurn tíma, hafi verið einhver önnur tækifæri inn í myndinni á meðan, hefði það trúlega verið skoðað vandlega.  Svo virðist ekki vera, - svo.....sorry..... áfram með Alcoa.

Fráleitt er ég á móti að gera "eitthvað annað" og eins og ég kem að hér fyrr í bloggi mínu, hefur ýmislegt verið reynt á því svæði sem ég þekki best.  Sumt hefur tekist vel, annað bærilega og margt illa.  Dæmi um verk núverandi samgönguráðherra í firði ónefndum fyrir norðan að lengja flugvöll, er svo dæmi um þröngsýni og pólitísk fantabrögð á ekkert skylt við það að auka atvinnu.  Þar var fjármagni kastað á glæ, til að hossa pólitíkinni.

Ýmislegt hefur verið brallað á Austurlandi og ýmislegt verið reynt í mismunandi geirum. Því verð ég, vægt til orða tekið, ansi gramur,  - þegar öðru er ítrekað haldið fram. 

Lái mér það hver sem vill.

Benedikt V. Warén, 24.9.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband