Hvað get ég sagt?

Þegar ekki stendur steinn yfir steini í þessu samfélagi, verður maður kjaftstopp.  Þannig hef ég ekki nennt að viðra skoðanir mínar á málum líðandi stundar.  Nú mun ég reyna að taka mér tak og færa eitthvað inn.

Í byrjun ágústmánaðar fór ég í frí til Finnlands, og þá meina ég alvöru frí.  Ég las ekki eina einustu blaðsíðu  á mbl.is né visir.is og get ekki séð að ég hafi misst af miklu, því þegar ég kíkti þar inn eftir komuna heim var þar sama þvargið og þegar ég fór.

Hvenær á að taka á þeim mönnum, sem eru ábyrgir fyrir því að koma Íslandi í þá klemmu, sem nær ógerlegt er að koma þjóðinni út úr?

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

Var satt að segja farinn að halda að þú værir dauður !

Velkominn til baka í bloggið...........og þvargið.

drilli, 18.8.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband