Gæti loftsteinn hafa grandað vélinni?

Flugslys eru fátíð, sem betur fer, en alltaf jafn dapurleg.  Áhætta fylgir öllu lífi og framfarir mannanna hafa tekið sinn toll í mannslífum.  Þegar flugóhapp og flugslys verða, er það gjarnan vegna margra samverkandi þátta, sem leiða að lokum til þess að flugvél ferst.  Oftast gefst þó tími til að senda út neyðarkall.  Við erfiðar aðstæður hefur áhöfnin þó öðrum hnöppum að hneppa og getur því misfarist að senda boð um neyð, þegar verið er að berjast fyrir lífi sínu og farþega.

Kenning hefur komið fram um að elding hafi lostið vélina og hún faris af þeim sökum.  Sjaldgæft er hins vegar að elding valdi það miklum skaða á stórum flugvélum, að þær fari niður.

Er hugsanlegt að loftsteinn hafi grandað vélinni?  Hluturinn þarf ekki að vera stór, sem kemur á hljóðhraða og rekst á flugvél.  Hann getur valdið óbætanlegum skaða og hæglega grandað flugvél.  Ef þessi hlutur lenti á stjórnklefa þyrfti ekki að spyrja að leikslokum.  Engin neyðarboð bærust frá áhöfninni.


mbl.is Brakið án efa úr týndu vélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

Loftsteinn??? Það er stjarnfræðilega ólíklegt að lofsteinn ("lítill blettur") hitti þennan litla örsmá flekk -sem jafnvel stór flugvél er-úti á miðju ballarhafi eða bara yfir höfuð. Mikil árans óheppni mætti það hafa verið!! ! En af hverju ekki? Æðri máttarvöld? 

Pétur Arnar Kristinsson, 3.6.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Auðvitað er möguleikinn agnarsmár, - en samt......   Bara vangaveltur hjá mér, vonandi fæst botn í þetta mál að lokum.

Benedikt V. Warén, 3.6.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband