Geta aldrei orðið hjón...

...vegna þess að það er mjög löng hefð fyrir því að hjón og hjónaband sé samband karls og konu.  Þar með er ég ekki að segja að annað sambúðarform geti ekki fengið kirkjulega blessun, en hjón getur samband tveggja einstaklinga af sama kyni aldrei orðið.   

Vona að íslenska kirkjan hafi þann kjark að samþykkja ekki að samkynhneigðir geti fengið blessun sem hjón.  Sá hópur verður að finna sér annað þjált orð yfir það sambúðarform og vigslu.

 


mbl.is Bann við hjónavígslu samkynhneigðra staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnupenni

Meira ruglið í þér

Stjörnupenni, 26.5.2009 kl. 18:45

2 Smámynd: Páll Jónsson

Tja... En ættu þá ekki tveir karlmenn að geta gifst í Bandaríkjunum? Ég er ekki mikið tungumálaséní en mér sýnist að orðið marriage sé dregið af latneska orðinu yfir "eiginmaður".

Páll Jónsson, 26.5.2009 kl. 19:10

3 Smámynd: Páll Jónsson

Nei heyrðu, komið af indó-evrópsku rótinn yfir "móðir", svo það er sem sagt tvær konur sem ættu að geta gifst!

Lesist: Svona orðhengilsháttur líkt og hjá Benedikt er fljótur að enda í þvælu.

Páll Jónsson, 26.5.2009 kl. 19:14

4 identicon

Benedikt það sem mér þykir fyndnast í þessu öllu saman er að ef fólk ætlar nú að taka biblíuna og allt hennar þvaður bókstaflega og fara eftir því, þurfa að ég held flestir í nútíma samfélagi að bretta allhressilega upp ermarnar........það er ekki hægt að velja og hafna eftir geðþótta!!!

Þannig skal fólk vera samkvæmt sjálfu sér, lesa þessa mögnuðu þvælu og fylgja hverjum bókstaf og þá er hægt að taka mark á þessum skoðunum þess annars eru þetta bara hræsnarar sem eru að reyna að fela fordóma sína á bakvið trú!

Adam (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 19:24

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er þér sammála, alveg eins og við eyrnamerkjum kynin sem son og dóttur, þá vil ég vita hvort hjónaband sé milli gagnstæðra eða samkynhneigðra.  Ég á samkynhneigða son sem er í sambúð með kærasta sínum og mér finnst undurvænt um báða og þætti það bara flott ef þeir giftust, en að sama skapi verða þeir aldrei hjón í mínum munni, þar sem orðið sjálf felur í sér hvorugt kyn og maður segir þau hjónin en ekki þeir hjónin.  Þeir eru svo sannarlega karlar báðir tveir þannig að mér þætti það argasti dónaskapur að tala um þá sem þau.

Hvernig væri nú að fundið yrði góð þýðing á norræna orðinu egtepar, því orðið hjón passar bara ekki fyrir tvo einstaklinga af sama kyni.

Hvað finnst ykkur um hjónur og hjónar ha?  Kallið þetta orðhengilshátt eða hvað þið viljið, það eru fordómar að geta ekki aðgreint hvort kynið maður sé og hana nú.....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.5.2009 kl. 19:39

6 identicon

Erum við ekki að tala um íslenska orðið hjón, hvað kemur það málinu við hvað það er kallað í Bandaríkjunum?

Fyrir mér eru hjón maður og kona sem eru gift, tveir karlar eða tvær konur sem eru gift hlýtur að verða kallað  eitthvað annað, spurning um að finna hér nýtt íslenskt orð um þá sambúð?  Hugmyndir???

(IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 19:45

7 Smámynd: Rebekka

Ég held, Einar, að flestir samkynhneigðir vilji aðeins fá sömu lagalegu réttindi og aðrir þegnar landsins...  Seinna meir geta þeir kannski fengið að kíkja í kirkju. 

Hvað er annars langt (stutt) síðan að konur gátu orðið prestar?  Var það ekki enn ein "órjúfanlega hefðin"?   

Rebekka, 26.5.2009 kl. 20:25

8 Smámynd: Páll Jónsson

Mér er nokkuð sama um fordómá þjóðkirkjupresta og skil ekki að menn vilji láta gifta sig þar ef þeir eru flokkaðir þar sem viðurstyggð. 

Hins vegar er glórulaust kjaftæði að ekkert annað trúfélag megi gifta samkynhneigða vegna skoðana þjóðkirkjunnar. 

Páll Jónsson, 27.5.2009 kl. 01:46

9 identicon

Það er þín hefð.. þú getur ekki ætlast til þess að samfélagið dansi eftir þínum hefðum.. þó það sé kristilegt siðgæði.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 07:46

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

DoctorE.  Það er hefð hjá mér að tjá mig undir nafni, þannig tel ég að menn eigi að haga sér í samskiptum milli manna.

Hefðir eru góðar og gildar og fráleitt er það mín prívat hefð að vera í hjónabandi, eins og þú virðist halda, -- þó ég falli innan ramma þess skilgreiningar.

Páll J.  Sem betur fer er meirihluti fólks, sem er í hjónabandi, í sambandi karls og konu og því tel ég, að við sem höfum gengist undir þann sáttmála, getum alveg gert kröfu til þess að það sé "lögverndað" heiti þess samnings.

Það er löggjafinn sem túlkar sambúðarformið og setur því reglur, ekki þjóðkirkjan.  Þeir geta hins vegar í skjóliverklags og trúarbragða neitað að framkvæma athöfnina.

Íslensk tunga er opin og sveigjanleg fyrir nýungum og því ætti ekki að vera erfitt að finna ásættanlegt orð fyrir þann gjörning að fá kirkjulega blessun fyrir samkynhneigða.

Benedikt V. Warén, 27.5.2009 kl. 08:49

11 identicon

Enn og aftur segir Benedikt að hans hefðir séu þær hefðir sem allir eiga að fylgja... nákvæmlega eins og við er að búast af trúuðum.

Ég myndi verja rétt þinn til að trúa Benedikt.. getur þú sagt það sama, getur guð þinn sagt það sama.. nei

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:02

12 Smámynd: Óli Jón

Það var löng hefð fyrir því að ...

  • konur hefðu ekki atkvæðisrétt
  • almennt verkafólk ynni alla daga vikunnar
  • konur gætu ekki orðið prestar

Látum einmitt hefðir ráða hvaða framfaramál verði að veruleika og hver ekki!

Óli Jón, 27.5.2009 kl. 11:30

13 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kristinn Haukur.  Af hverju erum við að flokka hluti?  Afhverju tölum við um banana, epli og appelsínur?  Afhverju köllum við ekki allt "bixið" ávexti?  Þá erum við ekki að mismuna? Málið verður mun einfaldara, -- eða hvað?

DoctorE. Þú ert snjall í hártogunum.

Óli Jón. Mér finnst þú vera að bera saman epli og appelsínur í þínum rökum.  Eitt er að virða mannréttindi og stuðla að jöfnuði á þeim vettvangi annað að takast á um hvað hlutirnir eiga að nefnast. 

Réttindi samynhneigðra eru nákvæmlega þau sömu hvort sem um sambúð einstaklinga af gagnstæðu kyni er eða ekki. Lestu það sem ég skrifa, ég er ekki á móti kirkjulegri blessun, einungis á mót því að þetta heiti það sama og hjá fólki af gagnstæðu kyni.

Benedikt V. Warén, 27.5.2009 kl. 12:53

14 Smámynd: Óli Jón

Benedikt: Þau atriði sem ég tel upp voru öll háð kreddutengdri hefð. Andstaða við hjónaband samkynhneigðra er byggð á kreddutengdri hefð. Þannig er ég fyllilega að bera saman epli og epli eða appelsínur og appelsínur.

En sínum augum lítur hver silfrið

Óli Jón, 27.5.2009 kl. 13:01

15 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Eg aetladi einmitt ad segja tad sama og Rebekka. "Prestur" er karlkynsord, svo konur aettu ekki ad geta tekid vigslu. Sama gildir um titla eins og "radherra", "ljosmodir" eda "biskup". Karlkyns ljosur eru vist ekki kalladir ljosmaedur, svo tad virdist eingongu turfa ad bua til nytt ord ef karlar eiga ad undirgangast kvenkyns titla; ljosmodir, fostra. Konur geta hinsvegar ordir prestar, radherrar eda kokkar an tiltolulegra vandraeda.

Eg segi nu bara eins og konan um arid: "I'm not an actress, I'm an actor. When was the last time you went to see the doctress?"

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.5.2009 kl. 13:14

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Óli Jón. Mér finnst ekki kröfur þínar miklar til almennra réttinda, að bera þessa hluti saman.  

Þú getur kallað þetta kreddur hjá mér ef þér líður betur með það.  Ég tel hins vegar að það eigi að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.  T.d. er lítill munur á hesti og asna, en asninn verður ekki að hesti við það eitt að fá hnakk og beisli. 

En, -- þetta er ef til vill ekki heppileg samlíking.

Benedikt V. Warén, 27.5.2009 kl. 13:22

17 Smámynd: Benedikt V. Warén

Tinna.  Þarna er grundvallarmunur.  Viðkomandi eru að leysa verkefni sem þeim er treyst fyrir eða menntað hafa menntað sig í.  Auðvitað væri best að titlarnir væru þannig að þeir bæru ekki í sér kyngreiningu, -- en öllu má nú ofgera.

Það er t.d. vel hægt að kalla bæjarstjóra bæjarstýru, ef svo ber undir.  Það getur hins vegar einnig verið pínleg þessi greining og fengið á sig neikvæða merkingu.  Þannig geta bæjarstjórar verið miklir gleðimenn á meðan það er allt annað að segja bæjarstýran sé mikil gleðikona.

Benedikt V. Warén, 27.5.2009 kl. 13:30

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hjón er upphaflega tvímynd við hjú 'vinnumaður eða vinnukona; hjúskaparaðilar', eignarfall fleirtölu í hvorugkyni af germanska orðinu hīwan- 'hjúskaparaðili; hjú'.

Hjónaband má þá skilja sem band, tengsl, milli hjúskaparaðila.

Spurningin er hvað það er sem krefst þess að hjúskaparaðilarnir séu af sitt hvoru kyni annað en að þannig hefur það yfirleitt verið. Máltilfinning mín bannar ekkert slíkt. Ekki frekar en að kalla konu prest þótt það hafi verið óhugsandi hér áður fyrr í kristni. Til voru samt kvenprestar í öðrum trúarbrögðum.

Um kröfu samkynhneigðra til að fá vígslu af þjónum kirkjunnar á sama hátt og karl og kona fá þegar þau ganga í hjónaband er óskylt mál finnst mér. Þar koma kenningar kristinnar trúar um eðli og tilgang sambands manns og konu til álita en ekki hvað við köllum sambandið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 14:44

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kannski mætti frekar draga muninn milli þess sem kallað er "heilagt hjónaband" sem aðeins karl og kona geta gengið í samkvæmt kenningum Biblíunnar og "almenns hjónabands" sem allir geta gengið í. Með "Heilögu hjónabandi" er þá átt við samband karls og konu sem hlýtur blessun fulltrúa hans (prests). Í blessuninni er fólgin ákveðinn sáttmáli sem (aftur samkvæmt Biblíunni) nýtur velþóknunar Guðs. En það er erfitt að hugsa sér að prestur geti veitt samskonar blessun samkynhneigðum hjónum á þess að ganga í berhögg við skýr fyrirmæli Biblíunnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 15:05

20 identicon

Heilagleikinn er tilbúið mannanna verk og þarf að hætta allri helgislepju í kringum þetta sem fyrst.  Come on.  Það er árið 2009.  Ég er ekki á móti þeim sem játa kristna trú, en ég er svo sannarlega á móti því að kirkjan hirði 6 milljarða á ári úr ríkissjóði og segi fólki svo bara fyrir verkum með það hvernig það situr og stendur. ´Þessi siðferðisgildi, sem kristnin tók upp frá öðrum fyrir margt löngu, og kallar "Kristin gildi"  eru fyllilega til staðar án aðkomu 

Ég kalla eftir þessum peningum til baka í ríkissjóð, og kirkjan "þjóni" þeim sem vilja nota þjónustu hennar. Allt samkvæmt landslögum. Og þjónustuþegarnir borgi bara fyrir það sjálfir.  Upp í topp.  Laun prestanna og allt.  Fyrr verður ekki trúarlegt jafnræði í landinu.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:23

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það sem þú kallar "helgislepju" Ólafur er hluti af kristinni trú og ef það er rétt sem þú segir að þú hafir ekkert á móti þeim sem játa hana, geturðu ekki sett þig upp á móti að þeir iðki sína trú.

Að kristin kirkja sé einhverskonar þjónustustofnun á vegum ríkisins er einnig andstætt kenningum kristninnar. Þess vegna er ég sammála þér um að hún ætti vitaskuld ekki að vera kostuð af skattfé almennings.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 15:49

22 identicon

Prestarnir vilja ekki af ríkisspenanum, þeir elska nefnilega peninga fyrist og fremst.
Meira að segja þegar prestarnir sjá að biblían hneykslar almenning.. þá taka þeir meint orð guðs og breyta því, svo þeir geti haldið áfram að vera undir verndarvæng ríkisins.

Sumir segja að ég sé versti óvinru kristni á íslandi.. en nei, það eru kristnir sem eru mestu óvinir sinnar eigin trúar... ég bara bendi á þessa staðreynd

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 16:12

23 identicon

Sammála Kristni. Þetta er mjög hallærisleg athugasemd Pelli minn.

Þetta snýst ekki um orð eða orðalag. Þetta snýst um hjónavígslu, sem allir EINSTAKLINGAR ættu að geta notið. Hvað næst? Viltu búa til fullt af nýjum nafnorðum og sagnorðum yfir hluti og athæfi sem sam/tvíkynhneigðir gera eða upplifa? Eigum við ekki líka að senda alla homma og lesbíur í sérskóla? Og láta þá taka spes strætó? Hommastrætó?

Hugsaðu málið til enda. Þetta verður að heita það sama, sama hvaða einstaklingar ganga í hjónaband.

Kv. Atli Stefán (Tulinius)

Atli Stefán Yngvason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 18:06

24 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kristinn Haukur.  Mér finnst þú skjóta langt yfir markið í þessari umræðu og oftúlka það sem ég var að blogga um.  Þú um það.  Ég hef hvergi fjallað um að þessi hópur hafi skert mannréttindi.  Enungis að nefna hlutina sínum réttu nöfnum, -- svo einfalt er það.

Atli Stefán.  Þakka þér innlitið.  Í meginatriðum gildir svar mitt til Kristins, til þín einnig.  Þið oftúlkið það sem ég er að fjalla um. Það verður að vera ykkar vandamál, ekki mitt. 

Því miður eru samkynhneigðir miklu meira uppteknir af sínum prívat málun en aðrir, og varla er talað við einstakling um einstaka atburði, menningu og/eða listir, án þess að nefna þessi mál í leiðinni.  Hvað eru mörg viðtöl við t.d. Pál Óskar, þar sem þessu hefur ekki verið velt upp?

Ekki veit ekki hvers vegna það er? 

Er þetta miskilningur hjá mér?

Getur einhver svarað því?

Benedikt V. Warén, 27.5.2009 kl. 18:33

25 identicon

Að gefnu tilefni frá Svani vil ég taka fram að ég er þeirrar skoðunar að öll trúariðkun sé af hinu góða.  Ekki síst iðkun kristinnar trúar.

En trúariðkun kristinna þarf ekki að kosta ríkissjóð neina peninga.  Þeir sem iðka trúna eiga að borga það sem þarf til þess. Þannig er það með þá trú sem ég iðka.  Við borgum sjálf.  Við giftum sjálf.  Og útfarir sjáum við um sjálf.  Með hjálp útfarararstofu auðvitað þó, en þær vinna fyrir alla.  Ekki bara fyrir kristið fólk.

Það sem ég kalla "helgislepju" er með öðrum orðum "yfirdrifin umgjörð".  Sem æ færri hugnast.

Og vil svo ítreka þetta með þessa 6 milljarða til kirkjunnar úr ríkissjóði árlega,  það verður að hætta strax. Þó fyrr hefði verið.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 19:21

26 identicon

Benedikt,

„Því miður eru samkynhneigðir miklu meira uppteknir af sínum prívat málun [sic] en aðrir“

Hvernig rökstyðurðu þetta? Eru ekki allir uppteknir af sínum prívatmálum?

„Hvað eru mörg viðtöl við t.d. Pál Óskar, þar sem þessu hefur ekki verið velt upp?“

Til hvers vísarðu þegar þú þegar þú segir„þessu“? Hjónabandi samkynhneigðra? Eða samkynhneigð yfirleitt? Nú þykir mér þú vera að fara um víðan völl ef það síðara á við, sem ég geri ráð fyrir því ég man ekki til þess að hann hafi oft verið spurður álits um hjónaband samkynhneigðra. Ástæðan fyrir því að fréttamenn og aðrir viðtalsmenn spyrja oft um samkynhneigð hans liggur hjá þeim sjálfum. Af hverju hafa þau svona mikinn áhuga á þessu? Af hverju er gerð krafa um að samkynhneigðir tilkynni fólki um kynhneigð sína? Af hverju er sama ekki krafist af gagnkynhneigðum? Og af hverju truflar það þig að fólk hafi áhuga á þessu yfirleitt? Ekki veit ég það, en mig grunar að það tengist því einfaldlega að fólk er ennþá að venjast hugmyndinni. Fyrir utan það þykir mér áherslan á kynhneigð homma og lesbía landsins hafi nú farið minnkandi í fjölmiðlum á síðustu árum, og er það gott.

Kári Emil (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:14

27 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kári Emil.  Þegar ég orða "þessi" og "þessu" vísa ég til þess sem áður hefur komið fram hjá mér, þ.e. það sem einhver er að gera "prívat" eins og ég orðaði það, kemur mér hreinlega ekkert við.  Mér finnst þetta vera meira áberandi og þeim hugleiknara sem flokka sig ekki með þeim sem telja samband kals og konu vera það sem er "eðlilegt".  Ef til vill er þetta rétt hjá þér, að spyrillinn hafi oftast frumkvæði að þessu.  Ég hafði ekki hugleitt það þannig. 

Hvað um það, þetta kemur býsna oft upp í viðtölum, ég ítreka það, þegar verið er að tala um einhver afrek samkynhneigðra einstaklinga, hvort sem það er í listum eða vinnu, þá kemur það mér hreint ekkert við hvernig þeir haga sér í einrúmi eða með öðrum lögráða einstaklingum.  Ég lít á fólk sem fólk, sama hvernig það er í hátt, lit eða hvaða kynlífi það lifir.  Það var bara ekki það sem ég var að fjalla um hér í upphafi.

Kristinn Haukur.  Þetta mál er útrætt að minni hálfu, umræðan er núna bara að fara í hring.  Ég er búinn að segja mitt og þú ert búinn að koma þinni skoðun á framfæri.  Við erum ekki sammála og þannig er það nú bara.  Það er einmitt það skemmtilega við fólk.  Það er ekki allt steypt í sama mótið og hefur mismunandi sýn á hlutina.  Þér er hins vegar velkomið að viðra áfram skoðanir þínar hér, -- þó ég dragi mig nú í hlé.

Þakka öllum sem lögðu eitthvað til málanna. 

Benedikt V. Warén, 27.5.2009 kl. 23:12

28 identicon

Úff, nei, ég oftúlkaði ekki. Ég held bara að þú skiljir ekki alveg hvað þú ert að segja sjálfur. Ég hef ekki áhuga á því að ræða þetta mál frekar við þig.

Atli Stefán Yngvason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 10:46

29 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að það sé réttast að taka löglegu hliðina af giftingu úr höndunum á trúfélögum og færa inn í stjórnsýsluna. Svo geta trúfélög valið að halda sínar serímóníur óháð því og kallað hlutina því sem þeim sýnist. Trúfélög eiga að fjalla um andleg málefni og láta hinu opinbera eftir stjórnsýslulega hluti.

Héðinn Björnsson, 28.5.2009 kl. 17:42

30 Smámynd: Bara Steini

Ég hreinlega skil bara ekki afhvurju maður ætti að giftast inn i trú sem bannfærir mann....

'Eg ætla bara að bindast minum manni með okkar ást og engum trúarstöfum og höftum....

Bara Steini, 28.5.2009 kl. 17:56

31 Smámynd: Páll Jónsson

Héðinn mælir manna heilastur

Páll Jónsson, 28.5.2009 kl. 19:24

32 identicon

Trúfélög sjá um andleg málefni???? Sem sagt þau eiga að gera ekki neitt hahahaha

Trúfélög eiga ekki að vera með neitt svona á sínum höndum, ekkert vald or nuthing, .þeir sem eru trúaðir geta farið í einhver rituöl ef þeir vilja.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:29

33 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Héðin: Hvað mælir á móti því að trúfélög hafi rétt til að skrá löglega hjón með tilheyrandi vígslu og svo sé borgaralegt úrræði fyrir þá sem ekki vilja trúarlega vígslu?

Mörg trúarbrögð leggja allt aðra merkingu í hjónabandið en að það sé aðeins stórnsýslulegt atriði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2009 kl. 19:47

34 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég er ekki búinn að lesa allar athugasemdirnar hér fyrir ofan og þar af leiðandi ekki búinn að láta þær hafa áhrif á mig.  Ég er trúlaus og í rauninni skítsama um kirkjuna og afstöðu hennar til hlutanna, en í mínum huga hefur orðið hjón ákveðna merkingu.  Það er að segja staðfestur samningur milli karls og konu um að taka saman og styðja hvert annað í gegn um súrt og sætt.  Það pirrar semsagt málvitund mína að fólk af sama kyni geti kallast hjón.

Svo verð ég að viðurkenna að mér gengur illa að skilja hvers vegna samkynhneigðir vilja endilega svínbeygja kirkjuna til að samþykkja tilverurétt sinn.  Biblían er ekkert að skafa af því þegar þeir eru annars vegar, a.m.k. þangað til orðalagi hennar var ENN EINU SINNI breytt til að koma til móts við pólitískan rétttrúnað.  Mér finnst það þeir ættu bara að fara að dæmi mínu og gefa skít í þessa fáránlegu stofnun.

Theódór Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 00:01

35 identicon

Sko Theódór, kirkjan hefur val... hún getur slitið öllu sambandi við ríkið, sleppt öllum bónusum, þá getur hún staðið á að segja: Nei
Það gifta menn sig bara þar sem menn eru sáttir við slíkt.... mér dettur ekki í hug að kirkjan þurfi að gifta menn ef hún stendur algerlega á eigin fótum.. ALGERLEGA, ríkið rukkar ekki inn eða nokkuð slíkt.
Eina hlutver ríkis í trúmálum er að fylgjast með hvort glæpsmleg starfsemi fari þar fram.

Hey...samkynhneigð hefur fylgt manninum frá fyrstu tíð, samkynhneigð er í dýraríkinum, samkynhneigð er miklu eldri hefð en kristni
Get over it

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 07:53

36 identicon

Sæll Kári!

Þú átt alla mína samúð; við sannkristnir verðum að standa saman.

Hvernig verður umhorfs hérna eftir 666 ár ef gay-pride-gangan heldur áfram að stækka og stækka? =Hverskkonar mannlíf viljum hér?

Það liggur bara í hlutarins eðli að sambönd fólks af sama kyni eru ekki eðlileg; hvorki frá guði né náttúrunnar hendi.

Hvað segir Biblían:

1.Korintubréf 6.9. eða 3.Mósebók 20.13?

Vísindaleg rök:

Hvað haldið þið að myndi gerast ef allir jarðarbúar kæmu út úr skápnum einn daginn?

Myndi þá ekki allt líf deyja út á endanum?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:09

37 identicon

Það á að standa Sæll Benedikt í byrjun greinarinnar nr.41.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:47

38 identicon

Mr Jón takk fyrir að sýna okkur hinum að þið sannkrissar ætlið að standa saman gegn mannréttindum, vegna þess að þið lásuð gamla bók sem enginn veit hver skrifaði, bókin segir: Dýrkið mig eða ég drep alla og pynta.
Manstu eftir sögunni um Nóaflóðið, þar sem guðinn þinn drap alla nema eina fjölskyldu... fyllibyttu... hann drap saklaus börn, saklaust fólk, saklaus dýr.
Hann drap seka jafnt og saklausa, hvað er þá Mr Jón að segja, jú hann er að segja að hann sé svo hræddur um að guðinn hans drepi og pynti hann líka, vegna gjörða annarra... það er það sem Mr Jón skátaforingi er að segja, ég ætla rétt að vona að Mr Jón sé ekki með umsjón með börnum; Það eitrar huga barna að vera í kringum svona sjálfselska menn

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 09:03

39 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jón, þú hlýtur að vera að grínast!  Því skyldu allir jarðarbúar skyndilega verða samkynhneigðir?  Ertu að telja þér trú um að ef ekki sé barist gegn samkynhneigð með kjafti og klóm, þá verði allir samkynhneigðir?  Finnurðu e.t.v. sjálfur fyrir einhverjum þrýstingi í þá átt?

Theódór Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 11:42

40 identicon

Það er oft þannig með þá sem eru mest á móti samkynhneigðum.. að þeir eru sjálfir samkynhneigðir... fela sig á bakvið biblíu og krossa.
En náttúran lætur ekki að sér hæða, þessir menn springa mjög oft á limminu á mjög svo hlægilegan máta.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 12:04

41 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Já, ég hallast að því að maðurinn hafi bara svona skemmtilegan húmor.

Theódór Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 12:37

42 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég verð að koma hér inn afur, þó ég teldi að það sem ég var búinn að blogga væri nægjanlega skírt.  Það virðist vera kominn einn allsherjar misskilningur um mína skoðun.  Sumir halda að ég sé haldinn ofsatrú og á móti samkynhneigðum.  Því er rétt að taka fram eftirfarandi:

1. Ég er skírður, fermdur og giftur skv. hinni sönnu ríkisstrú.

2. Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að trúarbrögð séu í raun sérstök útgáfa af góðri viðskiptaáætlun, þar sem haldið úti fjölda starfsmanna án þess að vera í raun framleiðn nokkurn skapaðan hlut.  Það er tær snilld.

3.  Merkilegt nokk, ég hef notað sama frasana og DoctorE í einkasamtölum þar sem hann fjallar um "gamla bók sem enginn veit hver skrifaði" og bæti þá gjarnan við um eitthvað sem einginn hefur séð, né að mínu mati ekki nokkur áþreyfanleg sönnun um að sé til.

4. Ég er ekki á móti samkynhneigðu fólki, vil að það hafi öll mannréttindi á við aðra.

5. Ef samkynhneigðir vilja ættleiða börn, eiga sömu lögmál sem gilda í því mati og hjá öðrum.

5. Vilji  samkynhneigð kona fá tæknifrjógun, sé henni það heimilt og sama mat gildi og hjá öðrum um getu til að framfleyta sér og sínum.

6. Ég tel að samkynhneigðir séu upp til hópa jafn hæfir til að sinna barnauppeldi og aðrir.  Sumir gagnkynhneigðir eru t.d. að mínu mati alls ekki hæfir til barnauppeldis.

7. Ég er ekki á móti því að kirkjan gefi saman samkynhneigða.

8. Ég vil hins vegar að það verði notað annað orð yfir kirkjulega blessun samkynhneigðra, þ.e. eins og ég byrjaði þetta blogg: "...vegna þess að það er mjög löng hefð fyrir því að hjón og hjónaband sé samband karls og konu.  Þar með er ég ekki að segja að annað sambúðarform geti ekki fengið kirkjulega blessun, en hjón getur samband tveggja einstaklinga af sama kyni aldrei orðið."   Þetta er mín skoðun á mínu bloggi og ég hef fullan rétt á þeirri skoðun.

Benedikt V. Warén, 29.5.2009 kl. 13:07

43 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég skildi alveg hvað þú varst að fara og er í rauninn alveg sammála þér.  Ætli við verðum ekki bara að venjast því að þetta orð öðlist víðari merkingu.

Theódór Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 13:59

44 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hluti af því að hafa rétt til að hafa rangt fyrir sér Benedikt er að hafa þá skyldu að breyta skoðunum sínu þegar eitthvað kemur í ljós sem sannara reynist, ekki satt Benedikt?

Orðið hjón og hjónaband getur orðsifjafræðilega átt við hvaða samsetningu kynjanna sem er. Einu rök þín eru að það sé "löng hefð"  fyrir að hjón og hjónabönd eigi aðeins við gagnkynhneigða og vígð eða löglega staðfest sambönd þeirra.

Hefðir eru mikilvægar en þegar þær hætta að styðja gildi samfélagsins hætta þær að heita "hefðir" og kallast þess í stað kreddur.

Í raun finnst mér þú snúa þessu máli á haus. Fyrir veitingu blessunar kirkjunnar liggja trúarleg rök sem ekki eru háð öðru en skýrum fyrirmælum Biblíunnar um að ekki skuli blessa og vígja aðra tegund hjónabands en á milli karls og konu. 

Þér finnst í góðu  lagi að kirkjan brjóti sínar eigin kenningu og blessi samband samkynhneigðra svo fremi sem þeir nefna viðkomandi ekki hjón. Þú afsakar, en svona máflutning skil ég ekki. Mér finnst hann hvorki bera vitni um skilning á málstað samkynhneigðra eða afstöðu kirkjunnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2009 kl. 14:19

45 identicon

Getum við sagt að ríkiskirkjan telji sjálfa sig vera guð?
Já við getum gert það, þegar ríkiskirkja kom með nýja þýðingu á biblíu og breytti henni til að valda ekki hneyksli sómakærs fólks... kirkjan breytir biblíu svo það sé öruggara að prestar geti verið áfram undir væng ríkisins, koma með einhverja blessunar víxlu.

Ég skil ekki samkynhneigða sem vilja fara í þetta ritual, það er verið að traðka á þeim.. ég skil heldur ekki samkynhneigða sem vilja giftast í kirkju Sússa, eða öðrum kirkjum sem klárlega hatar þá... sem trúarritið segir að eigi að grýta til bana.
Já hornsteinn íslands segir að það eigi að grýta mig til bana...

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:55

46 identicon

P.S. Ég er ekki gay... bara algerlega trúlaus og tel biblíu,kóran blah vera 100% mannaverk og ekkert annað.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:56

47 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Við 18 ára aldur geta karl og kona gengið í hjónaband og hið sama gildir um einstaklinga af sama kyni sem vilja stofna til staðfestrar samvistar. Um hjúskap og staðfesta samvist gilda sérstök lög sem segja meðal annars til um gagnkvæmar skyldur hjóna.

  • Hjónavígsla getur verið kirkjuleg eða borgaraleg.
  • Hjónaband hefur sama gildi gagnvart lögum hvort sem stofnað hefur verið til þess á trúarlegum eða borgaralegum grunni.
  • Prestar og forstöðumenn skráðra trúfélaga annast kirkjulegar hjónavígslur.
  • Sýslumenn framkvæma borgaralegar hjónavígslur.
  • Til að hjónavígsla geti farið fram þarf að uppfylla svokölluð hjónavígsluskilyrði og önnur skilyrði sem fjalla meðal annars um:
  • aldur, skyldleika og lok fyrri hjúskapar,
  • gögn og vottorð sem skila þarf til réttra aðila,
  • svaramenn og hjónavígsluvotta.
  • Ef annað hjónaefna eða bæði hafa erlendan ríkisborgararétt eða er búsett erlendis þarf að útvega gögn frá sínu heimalandi. Rétt er að ætla sér góðan tíma til undirbúnings og kynna sér reglur þar að lútandi.
    • Tveir einstaklingar af sama kyni geta stofnað til staðfestrar samvistar.
    • Sýslumenn og fulltrúar þeirra staðfesta samvist. Prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga er einnig heimilt að staðfesta samvist.
    • Staðfesting samvistar getur farið fram að uppfylltum vissum skilyrðum sambærilegum hjónavígsluskilyrðum. Sérstök skilyrði um staðfesta samvist eru þau að:
    • báðir eða annar einstaklingurinn verður að vera íslenskur ríkisborgari eða ríkisborgari Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands eða Hollands, eða 
    • báðir einstaklingar verða að hafa haft fasta búsetu hér á landi síðustu tvö árin fyrir staðfestingu samvistar.
    • Staðfest samvist einstaklinga af sama kyni hefur sömu stöðu gagnvart lögum og hjónaband karls og konu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2009 kl. 16:26

48 Smámynd: Benedikt V. Warén

Svanur Gísli.  Ég hef ekki skipt um skoðun í þessu máli, en get alveg skipt um skoðun ef gild rök koma gegn því sem ég tel vera rétt.  Ég hélt að það hefði komið nægjanlega skýrt fram hjá mér, að ég er hvorki "þræll" kirkju né trúar. 

Mér er í sjálfu slétt sama eftir hverju þeir fara og hvernig þeir breyta "ritúalinu" til að þóknast einhverjum.  Mín skoðun er hins vegar sú, að sambúðarform samkynhneigðra á að heita eitthvað annað en hjónaband.  Kenningarnar eru hvort eð er mannanna verk og þeim má breyta, -- eða hvað? 

Það er stigsmunur á því, hvor ég vil láta flokka mig með samkynhneigðum eða ekki.  Ég hef reynt að rökstyðja það.  Ég gekkst undir það að kvænast og í þeirri góðu vissu, að það væri samningur karls og konu.  Ef það verðurr ekki svo, mun ég krefjast þess að sá gjörningur verði ógiltur. 

Þú getur kallað það hvað sem þú villt mín vegna og hefur fullan rétt til að hafa rangt fyrir þér í því.  Ef þú vill endilega leggja þig fram við að misskilja og/eða  mistúlka það sem ég er að skrifa, þá missi ég ekki svefn út af því.

Benedikt V. Warén, 29.5.2009 kl. 16:49

49 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er ekkert auðvelt að skilja þig Benedikt og dáldið ljótt af þér að gera mér það upp að ég sé viljandi að misskilja eða mistúlka þig. En ég fullvissa þig um að það þarf ekki neina græsku til að gera það.

Þú segist, ef ég skil þetta sem þú kallar "stigsmun" rétt, ekki vilja setja hjónaband þitt í sama flokk og staðfesta samvist samkynhneigðra, þótt báðar tegundirnar hafi sömu stöðu fyrir lögum landsins. Af því álykta ég að þér finnist hjónaband karls og konu hafi í raun einhverja aðra stöðu, væntanlega á trúarlegum forsendum, sem þú þó gerir lítið úr, ("Kenningarnar eru hvort eð er mannanna verk og þeim má breyta")  og á þeim "stigsmun" velti framtíð þíns eigin hjónabands, saman ber "Ef það verðurr ekki svo, mun ég krefjast þess að sá gjörningur verði ógiltur." 

Spurningin er hvort þú skilur þetta sjálfur Benedikt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2009 kl. 17:26

50 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...skiptir þetta nokkru máli? 

Kirkjan er úrkynjuð stofnun og Guð er löngu hættur að vera til...eða að minnsta kosti að káfa svona rækilega ofaní nærburxur, eins og hér er gert!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.5.2009 kl. 17:29

51 identicon

Ríkiskirkjan bannar öllum að gifta samkynhneigða... kirkjan er með puttana í hvers manns rassi

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 17:34

52 Smámynd: Benedikt V. Warén

Svanur Gísli.  Þú ert greinilega mjög trúaður einstaklingur og hefur gaman af því að toga og teygja trúarbrögðin að þínum hugsunum og gerðum.  Ég er ekki eins fimur í þeirri list, ég verð að játa það.  Það er jafn ljóst í mínum huga, að mín skrif lenda undir því sama hrammi hjá þér og trúarbrögðin. 

Mér er hins vegar lífsins ómögulegt að skýra þetta betur en ég hef gert.  Ég veit nákvæmlega hvað ég vil og hvað ég vil ekki og það er það sem skiptir máli hjá mér.

Benedikt V. Warén, 29.5.2009 kl. 18:14

53 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vitna í flotta setningu og skoðun (Benedikts V. Warén) sem hljóðar svona..."Ég veit nákvæmlega hvað ég vil og hvað ég vil ekki og það er það sem skiptir máli hjá mér."

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.5.2009 kl. 19:46

54 identicon

DoctorE,

Hvess vegna segir þú ekki bara eins og það er: samkynhneigða sem ætla að gifta sig í kírkja eru hálfvita. Þau trúa á Guð og svo leiðis rugl! Samkvæmt þér væri það betri ef Mikey Mouse eða Harry Potter vigja þau. 

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 21:03

55 Smámynd: Bara Steini

Guð er góður í rúminu jummjumm

Bara Steini, 29.5.2009 kl. 21:13

56 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Anna B. Það er ekkert hægt að mistúlka þetta toga eða teygja. Það sem Benedikt vill ekki er það sem skiptir hann máli.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2009 kl. 21:39

57 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Svanur G. Það er ekki hægt að mistúlka þetta, toga eða teygja. Það sem ég vil ekki, eða vil er það sem skiptir mig máli.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.5.2009 kl. 21:45

58 identicon

Jakob.. næsti bær við Mikka mús er geimgaldrakarlsstofnun ríkisins, þessi stofnun er eins og Mikki mús á LSD

Ég viðurkenni það að mér finnst bjánalegt að vilja gifta sig hjá stofnun sem hatar viðkomandi... þetta orsakast af því að hommar rétt eins og aðrir eru margir hverjir forritaðir frá barnsæsku með að Sússi elski alla.... en því miður er það ekki svo, Sússi sagði að vísu ekkert um homma.. en hann sagði að gamla testamentið væri óumbreytanlegt orð gudda og þar mætti engu breyta.
Reyndar tók geimgaldrakarlsstofnun ríkisins sig til og breytti orðinu sem mátti ekki breyta.. smá pínkupons... til að eiga léttara með að halda sér á spena ríkisins.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 01:31

59 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Doktor segir..."Ég viðurkenni það að mér finnst bjánalegt að vilja gifta sig hjá stofnun sem hatar viðkomandi..."

Ég tek heilshugar undir það með þeim fyrirvara að þessi stofnun er ríkisrekin og þar af leiðandi af skattpeningum allra þeganna!

Samt hefur þessi stofnun svo lágkúrulega stefnu að þyggja skattféð og neita þjónustu?...sumum?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.5.2009 kl. 19:56

60 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"Ég veit nákvæmlega hvað ég vil og hvað ég vil ekki og það er það sem skiptir máli hjá mér."...er þetta nóg?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.5.2009 kl. 23:48

61 Smámynd: Benedikt V. Warén

Anna Benkovich.  Ég er sérstaklega upp með mér að þú skulir í tvígang hafa eftir mér það sem ég skrifa, mér er hins vegar til efs, að þú skiljir setninguna.  Ég skal reyna að útskýra þetta örlítið betur.

Ég var að svara Gísla sálufélaga þínum, þar sem hann bloggar (57) "Spurningin er hvort þú skilur þetta sjálfur Benedikt?".  Það sem ég er að vísa til, er að það skipti máli að ég viti hvað ég vil, en ekki hvaða skilning Gísli leggur í það. 

Ég læt mér það í léttu rúmi liggja, þó það rugli ykkur Gísla eitthvað í ríminu.  Enda hefur það berlega komið í ljós, að þið reynið hvað þið getið til að snúa öllu á haus, sem ég hef verið að fjalla um hér.

Flestir mínir gestir sína háttvísi og kurteisi þegar þeir koma í "heimsókn" og vaða ekki um allt á "skítugum skónum".  Ég get hins vegar alveg liðið það, þó að þið tvö dragist ekki í þann dilk. 

Benedikt V. Warén, 3.6.2009 kl. 08:57

62 identicon

Málið hefur ekkert með mannréttindi að gera; það er ekki eins og verið sé að svelta eða pynta fólk.

En annað hvort er fólk kristið eða ekki og vil vísa í samtal nr.41.

Munum að hinu illa nægir til sigurs að hinir góðu hafist ekkert að!

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 21:37

63 identicon

Svo ég svari samtali 43.

Guði hefur greinilega ofboðið lífernið á jörðinni þegar hann setti syndaflóðið af stað.

Þú tekur fram að vonandi sé ég ekki að vinna með börnum af því ég sé svo sjálfselskur.

Ég bara skil ekki svona athugasemdir.

Og vildi frekar að barnið mitt labbaði í skáta-skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta heldur en að það tæki þátt í dragdrottningar-gay-pride-göngunni ykkar.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 21:46

64 Smámynd: Páll Jónsson

Jón Scout: Hvernig getur alvitrum Guði ofboðið eitt eða neitt? Hann vissi nákvæmlega hvað myndi gerast eða hvað?

Páll Jónsson, 7.6.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband