Seint í rassinn gripið.

Ef einhver glóra hefði verið í stjórnvöldum, bæði hjá borg og ríki, hefði aldrei verið farið í þessa hringavitleysu.  Þessi glamor varð til í útrásaræðinu, sem heltók alla landsmenn um stund, sem flestir sverja nú af sér að hafa tekið þátt í.   Það er hinsvegar erfitt, þegar þorri Íslendinga er skuldsettur upp fyrir haus vegna græðgislegra lána sem þeir tóku til að taka þátt í hrunadansinum í kringum gullkálfinn.

Ég er hins vegar ósammála að hætta við núna, en það er jafn nayðsynlegt að breyta byggingunni og einfalda, til þess að hún geti risið og þjónað sínum tilgangi.  Borgin á hins vegar að bera þann kostnað, þó tala megi um einhvern styrk frá ríki til að koma að verkinu og ljúka við byggingu hússins. 

Reksturinn verði hins vegar alfarið borgarinnar, enda eru það borgarbúar sem koma til með að nota húsið mest.


mbl.is Vilja að byggingu Tónlistarhúss verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband