Hvað er það milli vina....

.....kostaði ekki vonlalus barátta fyrir einum stól í öryggisráðinu næstum milljarð.  Hver barðist fyrir því?  Var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn??

Gaman að sjálfstæðismenn skuli allt í einu hafa áhyggjur af ríkiskassanum.  Hefðu betur opnað augun fyrr.  Þá værum við trúlega ekki ekki skuldsett til jafnlengdar inn í framtíðina og öll árin frá landnámsöld.

Verst að kjósendur Sjálfstæðisflokksins skulu ekkert hafa lært.  Það sýnir lítil endurnýjun í væntanlegu þingliði.  Og svo kjósa menn á Austurlandi Tryggva Þór Herbertsson inn í staðinn fyrir Arnbjörgu, mann sem var á kafi í bankabrugginu. 

Þessum flokki er ekki viðbjargandi.


mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Það var nú Famsókn sem á allan heiðurinn af því að koma þeirri vittlausu í gang. Og svo var það aðalmál Samfylkingarformansins að halda því við á meðan Róm brann

Haukur Gunnarsson, 16.3.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin höfðu nægan þingstyrk til að stöva þessa villeysu.  Samt gerðu þeir flokkar ekkert í málinu.  En, - það er því ekki verra en vant er, lágkúran að kenna Framsóknarflokknum um þennan gjörning, flokk sem er örflokkur á Alþingi. 

Til hvers að kjósa þá hina?  Þeir viðast hvort eð er ekki hafa neina burði til að halda Framsóknarflokknum niðri??

Þetta er hreinn og klár aumingjaskapur hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 

Ég verð að segja það!

Benedikt V. Warén, 16.3.2009 kl. 14:20

3 identicon

Mágur sæll

Er framsóknarmaðurinn kominn aftur upp í þér? Ég held að Haukur hér fyrir ofan hafi nú rétt fyrir sér. Sjálfstæðisflokkurinn barðist ekkert meira fyrir þessu  en aðrir frjálslyndir flokkar á Alþingi en það var í þá tíð að við áttum nóg af peningum er það ekki? Kvartar undan lítilli endurnýjun og gerir svo athugasemdir við þá endurnýjun sem gerð er. Það var nauðsynlegt að endurnýja þarna og ég er viss um að hann hefur lært vel á þessu. Hins vegar finnst mér fráleitt að rjúka af stað með eitthvert stjórnlagaþing í stað þess að einbeita sér að koma fjárhag allra í þokkalegt horf. Sama er með þessar kosningar núna. Fráleitar. Fyrst menn sáu ástæðu til að breyta um stjórn þá átti sú sem tók við að vinna a.m.k fram á haustið. Þá hefðu líka framsóknarmenn verið búnir með allan byrinn sem kom í seglin eða svo til.  Með kveðju, Helgi

Helgi Hall (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 14:29

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Helgi.

Það er alltaf grunnt á réttlætistilfinningunni í mér.  Þegar ráðist er á minnimátta að ósekju, bregst ég við.  Sjálfstæðisflokkurinn hefði, í krafti stærðar sinnar, geta stoppað þetta öryggismál.  Var bæði í stjórn með Framsókn og Samfylkingunni.  Þú mannst. 

Það er hins vegar billegt að skauta fram hjá þessu og bera við hlutleysi og benda síðan á samstarfsflokkana og segja: "Það var ykkur að kenna".

Þegar endurnýja á í flokkum er oft betra að fá nýtt og óspjallað, - ekki bara nýtt.  Tryggvi Þór bar einn af þeim sem nýtti sér stöðu sína og tók lán, sem stóð öðrum ekki til boða.  Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að stilla slíkum mönnum upp í forustusveitinni, er það fyrst og fremst sá flokkur sem vinnur eða tapar á þeim gjörningi.  Ég er hins vegar hugsi á slíkum áherslum.

Auðvitað þurfti ekki að kjósa ef ekki hefði komið til vandamálið með formann Sjálfstæðisflokksins.  Stóra vandamálið var semsagt Geir Haarde.  Hann var haldinn verkkvíða og var í afneitun á ástandinu.  Þú þarft ekki annað en að lesa Moggan frá því í haust, þar sem kemur fram að maðurinn vissi ekkert um hvað var að gerast í þjóðfélaginu. 

Ég hef ekki alltaf kosið Framsóknarflokkinn og til þess að það væri ekki hægt að bera það á mig, mætti ég ekki á kjörstað.  Betur að aðrir væru jafn stabílir, í öðrum flokki ónefndum. 

Kveðja að austan.

Benedikt V. Warén, 16.3.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband