Er Geir ekki búinn að þvælast nægjanlega fyrir?

Þetta er orðið ansi dapurlegt, að fylgjast með tilburðum Geirs á þingi.  Á meðan hann hafði alla þræði í sinni hendi var ekki að sjá að neitt gerðist.  Allt var í lagi í samfélaginu, að hans mati, þrátt fyrir hrunið.  Það sýnir best áhyggjur fyrrverandi forsætsráðherra á ástandinu, að undir taktföstum slætti mótmælenda fyrir utan Alþigishúsið, var ekkert mikilvægara en að fjalla m.a. um exem í hestum, á fyrsta fundi eftir jólafrí. 

Athafnasemin (-leysið) náði svo nýjum hæðum, þegar ljóst var að hann hafði enga tilraun gert til að ná í kollega sinn í Bretlandi, til að freysta þess að milda höggið frá Breska ljóninu.

Hvernig væri að hann héldi bara uppteknum hætti og léti fara lítið fyrir sér og gerði ekki neitt.  Hann var nokkuð góður í því, a.m.k. sem forsætisráðherra.
mbl.is Segir Jóhanna ósatt um trúnaðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll

Greinilegt er að AGS er með kurteislegum hætti að benda Geir á að þeir geti ekki afhent honum eintak af endanlegri umsögn sinni, þar sem slíkar umsóknir fari beint til stjórnvalda. Athugasemd AGS virðist því eiga við lokaútgáfu hennar, ekki upprunalegu "tæknilegu ábendingarnnar" sem margítrekað var að yrðu að vera í trúnaði - sbr pósta AGS til forsætisráðuneytisins.

Geir hefur því aðeins hlaupið á sig þarna - hann hlýtur að biðjast afsökunar þegar það rennur upp fyrir honum.

Bestu kveðjur,

Hrannar Björn Arnarsson, 16.2.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband