Fríríkið Arnarhóll.

Ýmis örríki eru rekin sem sjálfstæðar einingar víða um heim.  Sum þeirra eru ekki beinlínis ríki, en þar hefur hópur fólks sett sig niður og þar ríkir ákveðinn sjálfstæðisbarátta í skjön við ríkjandi skipulag viðkomandi lands.  Nærtækt að nefna Christianiu í Kaupmannahöfn.

Annað frægt ríki er Vatíkanið.  Wikipedia, frjálsa alfræðiritið fjallar svona um það ríki: 

”Vatíkanið er ríki páfans, Páfagarður, og er sjálfstætt ríki innan Rómar og miðstöð kaþólsku kirkjunnar. Vatíkanið var stofnað 1929, en áður hafði verið til svo kallað Kirkjuríki sem laut forræði rómversk- kaþólsku kirkjunnar, einnig með höfuðstöðvar í Róm og aðsetur Páfa. Mikil leynd hvílir yfir eignum, tekjustofnum og útgjöldum Vatíkansins, en það hefur eigin utanríkisþjónustu, réttarkerfi, gjaldmiðil, póst- og símaþjónustu, járnbrautarstöð, dagblað og útvarpsstöð. Vatíkanið afmarkast af múrum á þrjá vegu….” 

Passar þessi lýsing ekki býsna vel við Arnarhól og Stjórnarráðið og þau trúarbrögð sem þar eru í gangi þessa dagana??

Er ekki kominn tími til að slíta stjórnmálasambandi við torfuna vegna ítrekaðra inngripa í innanríkismál Íslands??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband