Skyldi Ómar vita af þessu??

Það eru bæði gömul sannindi og ný, til að nýta sína menntun hvort sem er innan lands eða utan, vill fókl að loknu námi fá vinnu, sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér. 

Þetta hefur verið vandamál landsbyggðarinnar um langt skeið, börnin hafa verið menntuð burt úr samfélaginu, burt frá fljölskyldunni, burt frá vinunum.  Flestir hafa sest að í Reykjavík, þar sem atvinnutækifærin eru flest og stjórnvöld gera lítið sem ekkert, þrátt fyrir fögur fyrirheit, að breyta því.

Nokkur breyting hefur orðið á þessu á Mið-Austurlandi og nokkur fjöldi ungmenna fluttu í heimabyggð við virkjun og álver.  Nokkrir komu frá Reykjavík og aðrir erlendis frá.

Það er því alltaf jafn dapurlegt að horfa upp á þann neikvæða áróðurskór, sem jafnan fer að æfa gegn því, sem þó er verið að gera til að snúa hlutunum ögn við, til þess að blóðtakan frá landsbyggðinni verði ekki eins sársukafull. 

Ómar Ragnarsson hefur verið talsvert áberandi í þessari viðleitni, og þrátt fyrir að hafa gert marga góða hluti, falla þeir orðið í skuggann, vegna einhliða áróðurs gegn flestu því sem menn finna til að gera úti á landi.
mbl.is Ekkert vit í að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband