Bú eða bílasala??

Talsverð umræða er nú um áherslu meirihlutans í bæjarstjórn Egilsstaða um að leggja hluta lands Egilsstaðabýlisins undir verslunar- og þjónustustarfsemi, m.a. bílasölu.  Sitt sýnist hverjum, en þó virðist hinn almenni borgari bæjarfélagsins hallast á sveif með býlinu. 

Ábúendur eru nýbúnir að reisa myndarlegt tölvustýrt fjós og í aðdraganda þess voru gefin fögur fyrirheit um að ekki yrði þrengt frakar að starfseminni en orðið er.  Býlið er auk heldur tákn um góða sambúð þéttbýlis og landbúnaðar og margir ferðamenn dást að þessu samspili og ótal myndir eru teknar af þessum fjórfættum íbúm sveitarfélagsins á góðvirðrisdögum.

Egilsstaðabýlið hefur verið starfrækt á þessum stað í nokkur hundruð ár, sá tími kann hins vegar að vera í sjónmáli að eigendur kjósi sjálfir að hætta búskap.  Bæjarfélaginu væri sómi í því að doka við og gefa eigendum kost á því að hætta með reisn og að eigin frumkvæði, en ekki með þvingunaraðgerðum bæjarstjórnar.  Landið hverfur ekki og umhverfis okkar ágæta bærjarfélag er gnótt landrýmis.

Bílasala þarf ekki að vera í miðbænum, það þekkist ekki víða.  Bílasala er þannig starfsemi, að menn leita hana uppi, fæstir detta þar inn og ákveða að kaupa sér bíl, -sí svona.  Það gæti hins vegar hent einhvern, sem sér góða bók, þegar viðkomandi gengur framhjá búðarglugga. 

Ef bæjarfélagið á enga lóð og þarf hvort eð er að verða sér út um hana á einn eða annan hátt, er allt eins hægt að ganga í málin annarsstaðar.  Þá er búskapurinn til staðar og bílasalan einnig, enda er engin trygging fyrir því hve lengi hún staldar við og því óþarfi að dekra sérstaklega við hana, þó forseti bæjarfélagsins aki á bifreið frá viðkomandi bílasölu. 

Það verður einnig að huga vel að því að þrengja ekki um of að flugvellinum, hann þarf sitt "andrými" og enn um sinn fara ágætlega saman flugvöllur og landbúnaður, þó ekki sé hægt að beita kúm á skilgreind öryggissvæði, er hægt að nýta af þeim heyin. 

Flugvellir víða um heim hafa þurft að sæta ýmsum takmörkum vegna nálægðar við aðra nýtingu, þá oftast við íbúðarbyggð, t.d. má ekki nýta Reykjavíkurflugvöll til flugtaks eftir kl 23:30 á kvöldin og til 07:00 á morgnana á virkum dögum og til 08:00 um helgar.  

Viljum við koma Egilsstaðaflugvelli á kortið, t.d. ef tekst að stunda héðan fraktflug, má reikna með ónæði frá þeirri starfsemi næst flugvellinum.  Egilsstaðaflugvöllur er varavöllur fyrir Keflavík og Vaagaflugvöll í Færeyjum og þar af leiðandi má búast við umferð á ólýklegustu tímum.  Það ber að huga vel að því, að þrengja ekki þannig að starfsemi vallarins, að ekki verði hægt að reisa það flugskýli og annað húsnæði yfir flugtengda starfsemi síðar. 

Ef (þegar) svæðið í Þórsnesinu verður skipulagt er ekki heppilegt að þar verð skipulögð íbúðarbyggð, vegna þess að Þórsnesið er í fluglínu að vellinum.  Í Þórsnesinu þarf að skipuleggja starfsemi, sem ekki ber skaða af því að flugvélar fljúgi þar yfir á mismunandi tímum sólahringsins, þar er t.d. heppilegur staður fyrir bílasölur og verkstæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Benedikt, hér talar þú af þekkingu og hagstæðri framtíðarsýn fyrir svæðið.  Megi yfirvöldum lánast að fara að þessu.

Og ég bendi á að Egilsstaðaflugvöllur er töluvert notaður sem "Route alternate" af þó nokkrum stórum flugfélögum, t.d. er hann einn af fjórum slíkum í daglegri flugáætlun Aeroflot á flugleiðinni Moskva-LosAngeles og Emirates airlines á leiðinni Dubai-NewYork.  Og fleiri.   

Fraktflug er vaxandi og atvinnuskapandi þar sem það er rekið, og Egilsstaðir ekkert síður inni í myndinni en Keflavík varðandi alþjóðlegri umskipunarfrakt.  Og nú hefur ný starfsemi þrengt alvarlega að Keflavíkurflugvelli, og Reykjavíkurflugvöllur er ekki inni í þeirri mynd vegna þess hve þegar hefur þrengt að honum, og fer versnandi.  Akureyri ekki heldur vegna þröngs aðflugs og plássleysis.

Þannig að á því sviði má segja að Egilsstaðaflugvöllur sé Íslands eina von. 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

VIð erum alveg sammála að þessu sinni

Einar Bragi Bragason., 15.3.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband