Konur til jafns við karla

Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, það þarf ekki annað en að fara á fundi þar sem verið er að ræða stjórnmál, hvort heldur er á sveitarstjórnarstigi eða um landsmálin, konur eru þar í miklum minnihluta og mæta þar mjög illa. 

Það verður gaman að fylgjast með framhaldsrannsókn Ásdísar, en mér segir svo hugur um, að þorri kvenna hafi ekki mikinn áhuga á stjórnmálaþrasi svona yfirleitt.

Í pólitíkinni á ekki að vera skyldumæting og fráleitt að vera að þvinga fólk til stjórnmálaþáttöku gegn vilja þess.  Það skaðar viðkomandi flokk og það skaðar pólitíkina einnig.

Ef konur vilja koma til starfa í pólitík, hef ég ekki séð annað að þeim sé tekið opnum örmum, enda á rödd kvenna fullt erindi inn á þann vettvang, - en það á ekki að þvinga þá rödd fram.
mbl.is Konur koma ekki verr út úr prófkjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband