Enn einn gleðidagurinn.

Það er full ástæða að gleðjast yfir þessum áfanga og óska öllum hluteigandi til hamingju.  Mikil eftirvænting ríkti daginn á Reyðarfirð, þegar fyrsta skóflustungan var tekin.

Frá þeim degi hafa Austfirðingar mátt þola óvægna umræðu fólks, sem hafa haft allt á hornum sér hvað varðar þetta fyrirtæki og ekki síður verk Landsvirkjunar við Kárahnjúka.  Það verkefni er verkfræðilegt afrek og á eftir að verða mikið aðdráttarafl fyrir venjulega ferðamenn jafnt og þá sem hafa sérstakan áhuga á tæknilegum framförum mannsins og afrekum á ýmsum sviðum.

Enn og aftur til hamingju með áfangann ! 


mbl.is Fullvinnsla áls hafin hjá Alcoa Fjarðaáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, gott að heyra.  Ekki er nú annars mikið fjallað um þessa virðisaukandi starfsemi hjá ALCOA enda gagnast slík umræða ekki andstæðingum álvera og atvinnusköpunar úti á landi.

Ég hef líka heyrt (sem oft "gleymist" að nefna) að framleiðslugeta Kárahnjúkavirkjunar sé 30% meiri en reiknað var með.  Þetta þýðir í raun umfram orku upp á ca. 210 MW til viðbótar þeim 700 MW sem reiknað var með að Kárahnjúkavirkjun myndi framleiða.  Þetta orku mætti nota til frekari atvinnuuppbyggingar t.d. netþjónabú og gagnaver úti á landi.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Nefndi það í einu bloggi mínu hér fyrr um orkuna, að Kárahnjúkavirkjunin hefðu komið sér vel þegar bilun varð í spennum Sultartangavirkjunar.  Þetta þótti ekki frétt, enda hugnast það ekki nokkrum einstaklingum sem kenna sig ranglega við nátturuvernd og virðast, því miður, hafa ansi sterk tök á fréttastofu RÚV.

Fljótsdalshérað kemur sterklega til greina sem svæði fyrir netþjónabú og gagnaver.  Næstu dagar munu skera úr um hvort það verður að veruleika.

Benedikt V. Warén, 29.2.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband