www.guð.alnet

Hver á netið? 

Hver á Guð? 

Þegar þú ferð inn á netið þarf tölvu og tengingu inn á server. 

Þegar þú vilt hafa samband við Guð ferðu með bæn í kirkju. 

Netið er ósýnilegt, sem enginn hefur séð.

Guð er ósýnilegur, sem enginn hefur séð. 

Margir græða á netinu, vegna þess að einhverjir hafa tíma til að vafra um netið, leita svara og láta féfletta sig á einn eða annan hátt. 

Margir græða á trúarbrögðunum, vegna þess að einhverjir hafa tíma til að vafra um, leita svara og öldum saman hafa menn, í nafni trúarinnar, prettað saklaust fólk.

Á netinu er samsafn mikilla upplýsinga, sem erfitt er að vinna úr.

Trúarbrögðin eru samsafn mikilla upplýsinga, sem erfitt er að vinna úr.   

Netið er viðskiptatækifæri. 

Trúarbrögðin eru það líka. 

Þegar þú ert á netinu og leggur inn fyrirspurn og ýtir á "enter", færðu svar um hæl.

Þegar þú ferð með bæn og leggur inn hjá almættinu fyrirspurn og segir "amen", færð þú í besta falli loðið svar, - löngu síðar.

Það er raun eini munurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband