Nýju föt keisarans......

Salan (lesist: gjöfin) á Eiðastað er orðinn farsi, sem hefur beina skírskotun ævintýri H.C Andersen um Nýju föt keisarans.  Sigurjón Sighvatsson athafnamaður, situr á síðkvöldum og saumar og saumar. 

Reglulega sýnir hann bæjarstjórninni á Egilsstöðum afraksturinn og þá fer ánægjukliður um meirihlutasöfnuðinn, sérstaklega sjálfstæðismennina, vegna þess að þeim finnst það svo ofboðslega flott sem hann er að gera. Safnaðarstjórinn, Soffía Lárusdóttir, botnar hins vegar ekkert í fólkinu, sakleysingjunum, sem ekkert sjá og ekkert skilja hvað um er að vera á Eiðum. 

Í stuttu máli þá seldi bæjarstjórnin á  Egilsstöðum, Sigurjóni Sighvatssyni jörðina Eiða og húsakost gegn yfirtöku á skuldabréfi bæjarins.  Bærinn keypti af ríkinu umrædda jörð og skuldabréf var vegna þeirra kaupa.

Sigurjón lofaði að reka á Eiðum menningarstarfsemi ýmiskonar og í aðdraganda kaupanna syndi hann  ráðamönnum merkilega möppu, hver innihélt stórtækar hugmyndir um að reysa staðinn till fyrri virðingar.  Eftir kaupin rykfellur mappa þessi upp í hillu og hefur ekki verið opnuð aftur.

Síðan kaupin áttu sér stað, sér almenningur enn ekki þá miklu uppbyggingu sem lofað var og átti að hefjast á allra næstu vikum.

Almenningur verður heldur ekki var við þá mörgu lista- og menningarviðburði sem þar var lofað. 

Almenningur varð hins vegar mjög áþreifanlega var við það, að Soffía Lárusdóttir varð mjög pirruð á því að vera spurð um málið og einnig á því hvað fáir voru himinlifandi yfir öllu því sem Sigurjón Sighvatsson var tilbúinn að “framkvæma” fyrir okkur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband