Hvað segja Vinstri-Grænir og aðrir andsetnir orkuandstæðingar?

Nú er komið á daginn, sem marg búið var að benda á, að ef ekki yrði virkjað meira (vatns- og jarðorka) stæðum við frammi fyrir orkuskorti.

Í staðinn höfum við mátt sæta hrópum og köllum um að gera eitthvað annað í orkumálum.  Það hefur hins vegar engu skilað og eru innantómar klisjur.

  • Óraunhæfar  áherslur hafa verið á að reisa vindmyllur.
  • Óraunhæfar hugmyndir hafa verið uppi um rafstreng til Evrópu.
  • Rafmagnsbílavæðingin er ekki sá faktor sem minnkar mengun.

Hvað stendur þá eftir?

Gaman að fá svör við því hjá Vinstri-Grænum og grenjandi minnihluta um öfganáttúruvernd!

 

 

 


mbl.is Þurfa að segja nei við nýja stórnotendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Pelli minn, nú er ég eins langt frá því að vera vinstri grænn og framast verður eins og þú veist mæta vel, en það þarf ekki að loka nema einu gagnaveri sem geymir selfý og myndir löngu liðnum sólsetrum til þess að næg orka verði fyrir okkur á landinu bláa, þar sem svo mörg ljós loga að fólk sæi betur frá sér ef á helming af þeim yrði slökkt, -og það sem meira er að það mun ekki hræða hér á landi missa vinnuna þó þessu gangaveri yrði lokað og ekki nokkur sakna sólsetra og selfý myndanna. 

Magnús Sigurðsson, 4.10.2022 kl. 15:44

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús

Venju samkvæmt kemur þú með rétta vinkilinn inn í umræðuna.  Hins vegar vitum við það báðir að Selfý-samfélagið mun ekki gefa þumlung eftir í því að deila raforku í annað, en að nýta orkuna í að keyra gagnaver til að passa upp á söfnun á einskins verðu myndefni, svo ekki sé minnst Bitcoin-æðið.  


Þetta lið hefur enga sérstaka skírskotun í póltík og er rétt skítsama þó fiskvinnslan þurfi að keyra vinnsluna við gjaldeyrisöflun með olíu á sama tíma og Selfý-grúppan fundar um hnattræna hlýnun og skilur bara ekki baun í því að með lífsstíl sínum eru þau stór þáttur í vandamálinu.


En eins og sjálflægnin er nú til dags er sama á hverjum það bitnar, vegna þess að þeirra mottó er:


Ég um mig frá mér til mín og ég hef fullan rétt á......

Benedikt V. Warén, 5.10.2022 kl. 08:52

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég held að við séum nokkuð sammála með þetta, en ég er ekki viss um að forstjórinn sé með sama vinkilinn þó hann segist vilja virkja núna fyrir landsmenn.

Veit ekki betur en gangavers dellan og virkjanaleysið sé allt tilkomið á hans vakt og rannsóknarefni hvers vegna að þau stjórnvöld sem tóku við á eftir helferðarhyskinu skyldu ekki láta skoffínið fjúka.

Ef innlendan atvinnurekstur vantar orku þá er þeim í lófa lagið að loka á einhvern erlenda selfý-samfélagsmiðilinn  í stað þess að ætla fylla landið af erlendum vinnandi höndum til að byggja fleiri virkjanir, íslenskar hendur þola ekki mikið meira, ekki einu sinni fleiri blýanta.

Magnús Sigurðsson, 5.10.2022 kl. 14:17

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það eru flæðandi inn í landið munnar að metta, svo til vandræða horfir.    

Er ekki skárra að flytja inn vinnuafl, sem skilar þó verkefnum inn í framtíðina?  Skaffa fleiri tækifæri fyrir fleiri vinnandi hendur, íslenskar og/eða erlendar, það er ekki stóra málið. 

Vinnan skilar sér fyrir rest og einhverjir setjast að og verða gegnir samfélagsborgar og skila okkur oftast nýjum árgöngum, sem eru íslendingar af erlendu bergi brotnir.

Virkjun endist og endist. 

Iddandi blýantar eiðast upp og það þarf að kaupa nýja.  

Benedikt V. Warén, 5.10.2022 kl. 15:01

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Iddandi blýantar eyðast upp og það þarf að kaupa nýja.

Benedikt V. Warén, 5.10.2022 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband