Klukkuþrælar halda að Gregoríska tímatalið sé náttúrulögmál.

Gregoríska tímatalið var tekið upp á Íslandi árið 1700 og gildir enn.  Þetta tímatal er mannanna verk, ekki náttúrulögmál.  Hvar er hægt að finna það að líkamsklukkan þurfi tengingu við Gregoríska tímatalið?  Er líkamsklukkunni ekki nákvæmlega sama hvort klukkan stendur á 12, 13, 14, 144 eða eitthvað allt annað?  

Þar sem klukkunni er breytt, fer stór hluti samfélagsins úr skorðum vegna þess að fólk er utan við sig og fylgist ekki nægjanlega með.  Það er að mæta á vitlausum tíma í vinnuna, skólabörn ruglast  í ríminu, samgöngukerfin fara úr skorðum, svo eitthvað sé nefnt. 

Þeir sem eru svona þjakaðir af þessum tímamismun ættu frekar að beina kröftum sínum að því að koma á sveigjanlegum vinnutíma og uppfæra samninga í samhengi við það.  Það á ekki vera trúarathöfn að vakna klukkan 08:00 og mæta í vinnuna klukkan 09:00 þegar hægt er að fara á fætur klukkan 07:00 og vera komin í vinnustöð klukkan 08:00.  Á mörgum vinnustöðum er mjög auðvelt að vera með breytilegan vinnutíma á meðan aðrir vinnustaðir geta það ekki.  En það er hvort eð er ekki hægt gera svo öllum líki.

Vandamálið með háttatíma er fyrst og fremst óhæfum foreldrum að kenna.  Krakkar sem eru liggjandi í i-Padinum langt fram á nótt, geta ekki sofnað eðlilega.  Þau eru búin að rugla heilastarfsemi sína með því að glápa á skjáinn.  Heilinn heldur að það sé hábjartur dagur og hagar sér eftir því.  Ráðið að foreldrar girði sig í brók og taki i-Padinn af krökkunum í síðasta lagi 22:00.

Best er fyrir klukkuþrælana að búa í gluggalausu rými og stilla klukkuna eins og þeir vilja og hafa dag og nótt eftir sínu eigin tímatali.  Þetta var gert við hænur til að auka nytina úr þeim, að stytta tímann á milli birtu og dimmu til að láta þær verpa tvisvar á sólahring.  


mbl.is Leggja til að klukkan verði færð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband