Gaman væri að fá skoðunarkönnun um....

.....stjórnmálaflokkana núna.  VG eru i frjálsu falli út af þingi.  Ekki það að ég saknaði þeirra.

Ef þessi hópur væri utan þings, eins og þeir láta við einn í hópnum, mundi það þá ekki flokkast undir einelti??

Ekki er ég hissa á því að Lilja Rafney hafið martröð og kvarti sáran: "Mig dreymdi slor í nótt".  Folk sem stendur á blístri og æsir sig upp úr öllu valdi af litlu, fær náttúrulega engan almennilegan svefn.  

Bara að róa sig niður og þá skánar það.

 


mbl.is Vilja að ríkisstjórnin fari frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vildu rosalega margir að vinstristjórnin færi frá á þeirra tímabili, ekki sá maður þau verða við þeirri ósk, því myndi ég nú kalla það hræsni að þau skuli ætla öðrum frá.

Halldór (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 14:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Gaman væri að fá skoðunarkönnun um....  .....stjórnmálaflokkana núna."

Þér verður líklega senn að ósk þinni því Félagsvísindastofnun er einmitt að gera þjóðmálakönnun þessa dagana.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2016 kl. 16:25

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Halldór / Guðmundur.  Þakka innlitið.  

Það eru náttúrulega kosningar sem skera úr um styrk stjórnar í hvert sinn.  Skoðunarkönnun er þó alltaf áhugaverð.  Versta við þær er, að það vegur ávallt þyngra, hjá svarendum, sem miður fer en að gefa prik fyrir það sem er vel.  Það á bæði við hægri / vinstri.

Eitt er þó sérstaklega athyglivert og ætti að rannsaka sérstaklega.  Hvers vegna er alltaf talað svona niður til Framsóknarflokksins, sérstaklega eftir síðustu kosningar, þegar flokkurinn var sá sem endurnýjaði sig, og losaði sig við öll "líkin í lestinni".

Benedikt V. Warén, 18.3.2016 kl. 18:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Benedikt. Ég veit ekki með aðra kjósendur en þegar ég svara spurningum um stuðning við stjórnmálaflokka í könnunum þá fer svarið eftir því hvern mér líst vel á en ekki illa.

Hefur Framsóknarflokkurinn losað sig við öll "líkin í lestinni" ? - Samkvæmt nýjustu fréttum á það allavega ekki við um aflandsfélagið Wintris Inc. ;)

Auk þess skiptir minna máli hvort einhver eldri lík séu horfin, á meðan framleiðsla á nýjum heldur áfram án afláts.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2016 kl. 18:34

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Guðmundur.  

Ég var að fjalla um að það vegur oftast nær þyngra hjá fólki ef eitthvað fer úrskeiðis, þegar verið er að meta valkosti, ekki endilega það sem vel er gert.

Hvaða frambjóðendur voru hjá Framsóknarflokknum frá því fyrir s.s. tveimur kosningum síðan og voru áfram í síðustu kosningum?

Ég skil ekki síustu málsgrein þina, - því miður.

Benedikt V. Warén, 18.3.2016 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband