Reglugerðapésar í enn einu stríðinu við almenna skynsemi.

Merkilegt hvað er hægt að vaða langt inn í dimman skóg reglugerðafargansins.  Skilja menn aldrei hvenær þeir eru orðnir hlægilegir hjá almenningi. 

Tvö og hlálft kíló af hvalamjöli í fimm þúsund lítra af alkóhólblöndu, hvað getur verið hættulegt við það? 
Er alkóhól ekki notað til að farga sýklum?

Er Hvalur ekki með leyfi fyrir að framleiða til manneldis? 
Heldur einhver í alvöru að starfsmenn þar á bæ séu ekki meðvitaðir um kröfur til manneldis? 

Er það bara stríð um að það vantar eitt A4 blað stimplað í bak og fyrir? 
Máttur A4 er þá mikill!!

Eiga reglur og lög ekki að vera hafin yfir rugl og þvaður?
Varla eiga reglur og lög að vera íþyngjandi kvaðir, langt út fyrir ramma heilbrigðrar skynsemi.

Er nýtt "muffinsstríð" í uppsiglingu?


mbl.is Ætlar áfram að koma hvalbjór á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Í spendýrum má finna príon í mestum styrk í frumum miðtaugakerfisins. - Bygging príona er tvenns konar. Venjuleg príon eru kölluð PrPC. Hlutverk þeirra er ekki þekkt þótt ýmsar kenningar hafi komið fram. Óvenjuleg eða stökkbreytt príon nefnast svo PrPSc. Þau eru talin valda ýmsum taugahrörnunarsjúkdómum, til dæmis Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómi í mönnum og kúariðu í nautgripum. - " Vísindavefurinn.

Príon eru prótein en ekki sýklar og eru ástæðan fyrir banninu.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 14:24

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ufsi.  Þakka þitt innslag.
 
Eru einhver þekkt dæmi um Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómi, eða sambærilegri óværu úr sjávarspendýrum?

Er einhver munur á öðrum hvalaafurðum, sem nýtt eru til manneldis, eða er hættan mest í mjöli? 

Ekki hafa menn heldur sleppt því að eta nautakjöt, þó þessi hætta sé þar fyrir hendi.

Benedikt V. Warén, 14.1.2014 kl. 15:13

3 identicon

Ég hef heyrt því fleygt að ekki megi selja hvalamjöl á Evrópumarkaði vegna þess að það er ekki vottað að hvalamjölið sé ekki smitað af gin og klaufaveiki. Evrópubjúrókratar meðhöndla hvalamjör á sama hátt og af ferfættum spendýrum.

Hvalir eru jú spendýr. Það væri gaman að fá þetta á hreint.

Kjartan (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 15:50

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kjartan þakka innlitið.  Við bíðum spenntir eftir skýringum Ufsa. 

Benedikt V. Warén, 14.1.2014 kl. 16:11

5 identicon

Mjölið er meðal annars búið til úr þeim hlutum dýranna þar sem príon eru í mestum styrk. Og það var ekki gerður neinn greinarmunur á spendýrum. Allt mjöl úr spendýrum er bannað til manneldis og fóðurs dýra ætlaðra til manneldis.

Svona óværa hefur verið rakin til mannakjötáts, nauta og jafnvel íkorna en ekki sjávarspendýra. Meðgöngutíminn getur verið margir áratugir sem gerir erfitt að rekja uppruna. Riðuveiki í sauðfé er einnig af völdum príona.  

Margar reglur eru settar til að lágmarka áhættu frekar en að útrýma henni. Það væri til dæmis ekki auðvelt að banna allt spendýrakjöt. Og okkur er bannað að aka suðurlandsveginn á 200 þó við séum einnig í hættu á 90. Og mörg efni eru bönnuð til manneldis þó þau séu ekki baneitruð.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 16:35

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ufsi.  Það mætti þá alveg selja hvalabjór þeim sem eru 60+ án teljandi hættu á aukaverkunum.

Benedikt V. Warén, 14.1.2014 kl. 16:45

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Má ekki skilja síðustu málsgrein þína Ufsi, að það sé stormur í bjórglasi að banna þetta íbland? 

Hættan sé hverfandi!?!

Benedikt V. Warén, 14.1.2014 kl. 17:38

8 identicon

Það verður alltaf álitamál hvar draga skal línuna. Sumir telja hverfandi hættu á að eitthvað komi fyrir þó þeir aki á tvöföldum hámarkshraða. Aðrir spenna beltið, grípa fast í stýrið og óskuðu þess að þeir væru með hjálm á þeim ógnarhraða sem lögin leyfa. Sjálfur er ég á því að það eina sem ætti að banna eru hjálmlaus börn. Aðrir geta séð um sig sjálfir, eða ekki. Láta náttúrulegt val sjá um að grisja og bæta mannkyn. Frelsi til að fara sér að voða.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 20:42

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Upsi, finnst þér í alvöru þessi samlíking passa? Ertu ekki að bera saman epli og appelsínur?

Benedikt V. Warén, 15.1.2014 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband