Allir landsmenn kjósi borgarstjórn Reykjavíkur....

....er grein sem þarf einnig að komast inn í stjórnarskrá og lög lýðveldisins.  Það er ekki nema sanngjarnt að höfuðborg hvers ríkis sé með borgarstjórn sem allir landsmenn hafa kosið, svo mikilvægt er að sem mestur friður ríki milli höfðuðborgarinnar og landsbyggðarinnar.

Nú ríkir nánast stríðsástand, þar sem borgarfulltrúi Dagur B Eggertsson skilur ekki hugtakið "höfðuborg".  Í hans huga er það eingöngu hlutverk borgarinnar að sinna eigin hugðarefnum, fá ríkið til að leggja vegi innan borgarinnar og ná sem mestum fjámunum frá hinum dreyfðu byggðum.

Þessum fulltrúa Samfylkingarinnar, er fyrirmunað að sjá samhengið í höfuðborgarsamfélaginu, því fylgja einnig kvaðir að hampa þeim titli.  Það virðist loða við Samfylkinguna, að hún þumbast áfram í hverju málinu á fætur öðru og það eitt heitir að vinna saman er þegar allir aðrir vinna eftir dutlungum Samfylkingarinnar.  Þetta er sérkennileg lýðræðisást.
mbl.is Með tillögu að auðlindaákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sennilega allra vitlausasta blogg sem ég hef lesið hér á mbl blogginu til þessa. Heldur þú virkilega að það komi til með að ríkja einhver friður ef það á að taka af þann lýðræðislega rétt höfuðborgarbúa að kjósa sér sína borgarstjórn...???...hvaða rugl er þetta í þér...??. Villtu þá ekki setja í stjórnarskránna líka að höfuðborgarbúar fái að taka þátt í að velja bæjarstjórnina á Akureyri...eða Vestmannaeyjum..???. Þessi óstjórnlega minnimáttarkennd landsbyggðarinnar í garð höfuðborgarinnar er orðin dáldið þreytt. Og svo þetta endalausa bull um að borgin sogi til sín allt fé til vegagerðar er svo fáránlegt að það tekur ekki nokkru tali þegar maður hefur í huga jarðgöngin við Bolungarvík og í Héðinsfirði og væntanleg göng í gegnum Vaðlaheiði. Það er nefnilega þannig að langmest skattfé sem ríkið fær í gegnum bifreiðagjöld, sem er að mestu notað til vegagerða, kemur frá höfuðborgini. 

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 11:20

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Helgi Jónsson.  Gerir þú engan greinarmun á Vestmannaeyjum og Reykjavík?  Hvor er höfuðborgin?  Er höfuðborg bara borg íbúanna?  Veistu eitthvað hvað þú ert að fjasa um?

Við tökum þá í rekstur borgarinnar og af tekjum landsbyggðarinnar er varið 75% í Reykjavík 25% verða eftir á landsbyggðinni.  Vissir þú það?

Vegir út frá Reykjavík eru lagðir fyrir fjarmuni úr ríkiskassanum, sem við landsbyggðarmenn leggum svikalaust til fé og eins er um vegalagningu innanbæjar í Reykjavík, eins og t.d. Gullinbrú var byggð fyrir fjármuni úr ríkiskassanum. 

Hvað heldur þú að við þurfum að greiða í kostnað fyrir aðföng?  Megnið kemur inn í Reykjavík og er ekið út á land.  Það er nú aldeilir eldsneytiskostnaður við það.  Síðan er lagður VSK á vöruna á endastað.  Vara sem kostar 500 kr út úr búð í Reykjavík ber 100 kr í VSK.  Sami pakki er nær 1000 kr á Raufarhöfn og með öllum gjöldum og flutningskostnaði, þar af er 200 kr í VSK.  100% meira fer í ríkiskassann á Raufarhöfn í formi VSK.

Ef þér finnst umræðan þreytt, blessaður farðu þá og leggðu þig.  Til þess að eitthvað gerist, verður stöðugt að hamra á því.  Lokað að þér ef þú þolir það ekki.

Kveðja að austan. 

Benedikt V. Warén, 20.3.2013 kl. 00:10

3 identicon

Sæll aftur, ég sé að austfjarðaþokan er eitthvað að stíga þér til höfuðs. Við skulum alveg halda því til haga að 75% þjóðarinnar býr í höfuðborgini þannig að það er bara eðlilegt að 75% af þjóðartekjum fari þangað og restin til landsbyggðarinnar, þó svo að ég haldi reyndar að meira fari til landsbyggðarinnar en það er önnur saga. Svo er ágætt að rifja það upp að á hverju ári leggur Reykjavíkurborg til pening í svokallaðan jöfnunarsjóð sveitarfélaga og á síðasta ári lagði borgin í þann sjóð 4,5 miljarða en hún fær aldrei neitt úr þeim sjóði. Það er skoplegt að þú skulir nefna Gullinbrú sem dæmi um framkvæmd sem ríkið þurfti að leggja fjármuni í, því að það eru 27 ár síðan að sú brú var byggð og ætli sú framkvæmd sé ekki sú síðasta sem ríkið þurfti að leggja í á höfuðborgarsvæðinu, og ætli sú brú sé ekki svona meðalbrú miða við allar þær brýr sem búið er að byggja útá landsbyggðinni síðan. Svo þetta endalausa hjal ykkar landsbyggðamann um að landsbyggðin skapi svo miklar þjóðartekjur sem borgin tekur svo til sín, má ég bara minna þig á að í borgini er starfrækt stærsta sjóvarútvegfyrirtæki á landinu, Grandi. Þú minnist á að vöruverð er hærra út á landsbyggðinni, ég vil bara minna þig á að það var stofnað hér fyrirtæki sem heitir Bónus og starfrækir margar verslanir út á landi, og þar er vöruverð það sama og í borgini, semsagt niðurgreitt af okkur höfuðborgarbúum eins og reyndar margt annað. Ég legg til að þú leggir þig bara til vorsins og vonir bara að þokunni fari að létta.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 09:33

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Helgi. Þú ættir að lesa betur það sem sett er fram áður en þú geysist af stað með fullyrðingar þínar.

".....af tekjum landsbyggðarinnar er varið 75% í Reykjavík 25% verða eftir á landsbyggðinni."

Bent skal á að Vífill Karlsson hagfræðingur hefur sýnt fram á að skatttekjur af landsbyggðinni eru u.þ.b. tvöföld sú upphæð sem ríkið eyðir á landsbyggðinni.

Á mannamáli þýðir þetta einfaldlega að af hverjum tveimur krónum sem landsbyggðarfólk borgar í skatt fer ein króna í að byggja upp opinbera þjónustu í heimabyggð en önnur króna í sameiginlega þjónustu í Reykjavík. Ef farið er aðeins dýpra í þess umræðu hefur málum verið þannig fyrir komið að 75% af ráðstöfun tekna ríksins er á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 25% utan þess. Um 42% af þeim fjármunum sem ríkið aflar með sköttum kemur frá höfuðborgarsvæðinu, en 58% utan þess.

http://kopasker.123.is/blog/2011/02/08/503360/ og http://vifill.vesturland.is/Vifill%20RSP%201%202005.pdf

Ég nefndi Gullinbrú sem dæmi. Miklubrautin, Hringbrautin og Kringlumýrarbraut eru á vegaáætlun ásamt öllum leiðum út úr borginni, sem borgarbúar nota mest, eins og Reykjanesbrautina og göngu og hjólastígar yfir sömu mannvirki.

Reykjavík hefur alla helstu skólana og flestir þeirra eru á fjárlögum og starfsfólkið þyggur laun hjá ríkiniu. Eyðslan fer fram í Reykjavík.

Í Reykjavík eru helstu stofnanir stjórnsýslu ríkisins og laun greidd af ríkinu. Eyðlan fer fram í Reykjavík.

Í Reykjavík eru helstu heilbrigðisstofnanir landsins og laun þar ríkisins. Eyðslan fer fram í Reykjavík.

Flugfélag Íslands er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Tekjuhæstu einstaklingarnir búa þar. Ástæðan fyrir lífi þess félags er landsbyggðin, sem greiðir bróðurpartinn í rekstri félagsins. Eyðslan fer fram í Reykjavík.

Jöfnunarsjóður er kapituli út af fyrir sig og þar er reynt af veikum mætti að jafna þann skuldahalla sem stjórnsýslan viðurkennir að sé til staðar. Svo eru nokkrir einstaklingar eins og þú, sem halda í alvöru að landsbyggðin sé á framfæri Reykjavíkur og það finna þeir fulltrúar sveitarfélaga þegar þeir eru að reyna slíta réttmæta fjármuni út úr þeirri stofnun einnig. Væri fjármunum varið á réttlátan hátt í heimabyggð, þar sem teknanna er afað, má leggja niður Jöfnunarsjóð og Byggðastofnun einnig.

HP Grandi er með starfsstöðvar úti á landi og það er hið besta mál. Stærsta eldhúsinnréttingafabrikka landsins er á Egilsstöðum.

Bónus, já, já. Kanntu annan? Ertu með símanúmerið í Bónus á Raufarhöfn? Veistu hvernig Bónus fer með bændur?

Enn kemur þú upp um fáfræði þína. Sjalgæft er að Austfjarðaþokan plagi okkur á vetrum, enda er þoka oftast nær þétting í lofti þegar ekki er frost?

Kveðja úr heiðríkjunni.

Benedikt V. Warén, 20.3.2013 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband