Þreytast menn og konur aldrei á þessu klukkubulli?

Hvernig væri að átta sig á því að við erum á sumartíma allan ársins hring og þar af leiðandi erum við ekki á vetrartíma.  Það orsaka að við höfum birtu lengu inn í daginn þegar verið er að koma úr vinnu og skóla.

Ekki er hægt, sama  hva menn hringla í klukkunni, að lengja birtutímann í báða enda við einfalda færslu. 
Vita menn hvað það kostar í töpuðum vinnustundum þetta hringl í klukkunni í Evrópu.  Í nokkra daga fer allt á haus, á meðan verið er að trekkja allt kerfið inn á nýjan tíma.

Ef vilji er til að færa vinnuskylduna til, er auðveldara að gera það í gegnum samninga, með breytilegum á svegjalegum vinnutíma og færa mætingu í skólann til klukkan níu, - ef það hentar betur.

Fyrir þá sem vilja skoða þett nánar geta gert það hér.
mbl.is Íslendingar úr takti við sólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið er ekki endilega að breyta klukkunni heldur seinka samfélaginu já, en það yrði líklega einfaldara að breyta klukkunni. Þó þér þyki skringilegt að sjá þetta kallað birtumissi þá eru Íslendingar víst eftir sem áður að vakna of snemma - það er mergurinn málsins. "Birtutíminn á morgnanna styttist" þýðir eflaust að birtumissirinn eigi sér stað á morgnanna - þ.e. við vöknum of snemma og fáum ekki birtu nógu snemma og missum því af birtu sem við gætum fengið við uppris okkar - það skiptir engu þó við vinnum birtuna upp síðar, því það er ekki vandamálið (þó það sé jú náttúrulega vandamál hvað er lítið af henni, en því verður ekki breytt). Vandamálið er birtumissir við byrjun nýs dags.

Ég ætla annars ekki að þykjast skilja vísindin á bakvið þetta og mér persónulega er sama um þennan birtumissi - enda þarf ég aldrei að byrja daginn fyrren eftir klukkan níu.

Leifur (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband