Dýrasti kosningarvíxill sögunnar?

Nú á að fara í furðulegustu framkvæmd sögunnar, þó er af nægu að taka.  Nú á að troða sjúkrahúsi niður við helstu umferðarteppu Reykjavíkur.

Ekki er hægt að endurnýja tæknibúnað Landsspítalans né kaupa nauðsynlega varahluti.    Tækjabúnaðurinn á samleið með helstu fornminjum þjóðarinnar.  Væri ekki nær að stækka Þjóðminjasafnið. 

Ekki er hægt að borga læknum né öðru hjúkrunarfólki sambærileg laun og á norðurlöndum, en stjórnarliðar eru tilbúnir að styðja við fólk sem stundar óhefðbundnar lækningar.  Er tími lækningamiðla að renna upp aftur.  Ekki vantar framsýnina.

Ekki er hægt að taka ákvörðun um hvort landsbyggðarfólk eigi að hafa ótakmarkaðan aðgang að sjúkrahúsinu og ekki er vitað hvort það þarf að sæta því að fara fársjúkt um Reykjanesbrautina í öllum veðrum, vegna gáfnateppu borgaryfirvalda Reykjavíkur í flugvallarmálunum.

Sömu borgaryfirvöld standa hins vegar slefandi við helstu innkomuleiðir fjármagnsins, með útrétta hönd beiningarmannsins, tilbúin að ausa úr tómum ríkissjóði.  Harpan á hausnum og landsbyggðin stritar jafnframt sem henni er að blæða út.  Lausn Samfylkingarinnar er ESB.   Lausnin mín er ný ríkisstjórn.  Það versnar ekki úr þessu. 

mbl.is Sjötíu milljarðar í sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband