Hvað voru þeir búnir að "græða" til 2008?

Eru menn ekki að missa sig í þessu?  Var ekki "ofsa gróði" fram á haustið 2008.  Var það ekki sýnd veiði en ekki gefin?  Voru þeir fjármunir ekki meira og minna "Matadorpeningar"? 

Stjórnendurnir á þessum árum, voru búnir að slá sér á brjóst og lýsa á hendur sér mikilli fjármálasnilli og stjórnkænsku.  En hver var innistæðan?  Var þetta ekki í takt við bankauppsveiflu þessara ára?  Allir voru að græða svo svakalega. 

Skoðum hlutina í samhengi frá árinu 2000 til ársins 2010 og sleppum ruglinu þar á milli.  Þá kemur hin raunverulega staða í ljós.  Þessi aðferð er "2007" og engum til gagns að velta sér upp úr henni og hún er gjörsamlega ómarktæk.
mbl.is LSR tapaði 101 milljarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ábyrgð...afsögn...nei.. afsakið...rugl í  mér...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 17:58

2 identicon

Já þetta er góður punktur hjá þer Benedikt, Maður sem hefði keypt hlutabréf fyrir 100.000 kr. sem hefði í bólunni hækkaðu upp í 1000.000 kr. og síðan orðið að engu í hruninu þá hann hefði í reynd bara tapað 100.000 kr. sem hann setti upphaflega í kaupin en ef hann hefði hinsvegar selt bréfið á toppnum hefði hann grætt 900.000 - fjármagnstekjuskatt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 18:00

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hrútur.  Ég er ekki að afsaka mistök stjórnarmanna lífeyrissjóðanna, bara benda á það, að ef menn vilja rétta niðurstöðu verða þeir sömu einnig að gefa sér réttar forsendur.

Þetta er eins og þegar menn göluð sem hæst að það væri íbúafækkun á Austurlandi þrátt fyrir virkjun og álver.  Þá tóku menn íbúatölu þegar hún var hæst, vegna fjölda farandverkamanna, og báru hana saman við íbúatöluna eins og hún var þegar álverið fór í gang.  Rétta breytan var að skoða töluna frá því fyrir framkvæmdir og síðan víð lok.  Það sem var þar á milli var ekki marktækt.

Það er eins og að mæla líkamshita í manni sem er á hlaupum og álykta, vegna þess að hann er með bullandi hita, að hann sé fárveikur.

Benedikt V. Warén, 3.2.2012 kl. 18:41

4 identicon

Pókerspilari sem tapar sínu eigin fé, hættir ekkert, hann var bara "áhættusækinn". Gambli hann óbumbeðinn með annara lífeyr og  tapi, er vissulega skynsamlegra fyrir hann að láta sig hverfa af þeim vettvangi...

Almenningur (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband