Innanríkisráðherrann í Reykjavík....

...skilur ekki þarfir landsbyggðarinnar og enn síður hvar hentar að vera með aulafyndni og hvar ekki.

Landsbyggðarmálin ætti í heild sinni að færa til Landbúnaðarráðherra, og það ráðuneyti í framhaldinu skírt Landsbyggðar- og landbúnaðarráðuneytið.

Seint verður hægt að flokka landsbyggðar sem utanríkismál, þó það hentaði landsbyggðarmönnum jafnvel betur, en að vera háðir duttlungum Innanríkisráðherrans í Reykjavík.  Ráðherrans sem virðist ekki átta sig á því, að bættar samgöngur komi innanríkismálum eitthvað við. 

En honum er full vorkun.  Þetta er svo óralangt frá haugnum hans í landnámi Ingólfs heitins Arnarsonar. Nokkrar hríslur eiga hins vegar alla hans samúð og er það vel.  Það má ekki vera vondur við pínu litlu krúttlegu hríslurnar.  Ekki má fórna þeim fyrir málstað íbúa á Vestfjörðum.  Hríslur, sem að mati ráðherrans og sumra annarra, eru mjög heilagar.  Þetta samrýmist fullkomlega trú búskmanna í Afríku að tré séu heilög.   

En, - það á ekki að gera lítið úr búskmönnum í Afríku né indverjum með sínar heilögu kýr, þegar þarf að stóla á mann sem heitir Ögmundur Jónasson?
mbl.is Gengu af fundi með Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Benedikt; jafnan !

Vel mælt; sem vænta mátti, úr þínum ranni.

Með beztu kveðjum - sem áður, og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 14:56

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður

Sigurður Haraldsson, 20.9.2011 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband