Hvað sparaði þjóðin margar milljarða á að hlusta ekki á Steingrím síðast....

....þegar hann samþykkti þáverandi ósóma og hvatti menn til að hundsa kosningu um ICESAVE? 

Þjóðin tók sjálfstæða ákvörðun, þökk sé forseta vorum.  Er ekki rétt að endurtaka leikinn og sjá hvað sparast á því?  Það er dyggð að spara.

Því verður aldrei svarað, hvort íslendingum ber nokkur skylda til að ábyrgjast innustæður einkafyrirtækja, nema með því að fara með málið í dóm.  Það er eina leiðin til að fá botn í þetta mál. 

Mikill vafi leikur á því að ríkisstjórnin hafi umboð til þessara samninga.  Ríkisstjórnin byggir málflutning sinn á mjög veikri lagalegri stoð og ekki verður heldur séð að ríkisstjórnin hafi til þess umboði frá þjóð sinni. 

Hættum að láta Breta og Hollendinga hræða okkur til hlýðni.  Við erum sjálfstæð þjóð.  Tími nýlenduyfiráða er liðinn.  Sýnum það í verki.  Enga samninga!!

Skömm Bjarna Benediktssonar og fylgjenda hans verður mikil, ef þetta óláns mál rennur í gegn um þingsali með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.
mbl.is Styður ekki þjóðaratkvæði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Promotor Fidei

Eins og maður hafði nú mikið álit á bæði Steingrími og Jóhönnu sem hörkuduglegum stjórnarandstæðingum, þá er góða álitið löngu farið út í veður og vind.

Framgangurinn, vitleysan og máttleysið þessi síðustu tvö ár eða svo hefur verið slíkur að þetta fólk gæti ekki áunnið sér að nýju traust og virðingu nema þá með því að segja af sér.

Og að hlusta á Sigurjón tala í þessu viðtali, alveg úr sambandi við allt sem heitir skynsemi, og alveg úr sambandi við þjóðina. Er ég hræddur um að hann sé kominn með Mubarak-heilkennið á mettíma.

Promotor Fidei, 15.2.2011 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband