Hvað er einn keppur í sláturtíðinni?

Gaman að sjá hvað það fer í taugar frú forsætisráðherra, þegar þingmenn fara sínar eigin leiðir í samstarfi.  Athygli vert er einnig að skoða sögu þingmannsins Jóhönnu Sigurðardóttur og síðar ráðherra og þær þumalskrúfur sem hún beitti sínu samstarfsfólki, innan flokks og utan.  Þá var ekki verið að fara einhverja sáttaleiðir í samstarfi. 

Lengi er hefur verið ljóst að lítið má útaf bregða til þess að frúin leggi á kúst sinn og þeysi í Bessastaði með uppsagnarbréfið.  Hún virðist vera að þreytast á að kyrja yfir söfnuði sínum faðirvor sitt.  "Verði minn vilji svo á jörðu og á himni"  - annars er mér að mæta.  Eru ef til vill breytingar í aðsigi?  Er sláturtíðin hafin hjá JS?  Eru þetta fjörbrot ríkistjórnarinnar? 

Hvað um það, nú er greinilegt að Jóhönnu er að takast að koma róti á jafnaðargeð Steingríms J með ítrekuðum árásum á VG.  Hótanir og yfirlýsingar eru farin að taka sinn toll.  Dropinn holar Steingrím.  Ef það er ekki kattasmölun, þá er það svik þremenningaklíkunnar og nú hnykkir hún á því að hald skuli í heiðri samstarfsyfirlýsingu flokkanna.

Það er umhugsunarvert að forsætisráðherra gerir ekkert með kosningaloforð VG, hvað varðar að sækja ekki um aðild að ESB né greiða Icave-reikninginn.  Henni er svo sem vorkunn, kosningaloforð VG eru Steingrími J svo sem ekkert heilagt plagg heldur.

Því er illskiljanlegt hugarvíl Steingríms J nú af framgöngu forsætisráðherra, þegar skoðað er það sem á undan er gengið. 

Hvað er einn keppur í sláturtíðinni?


mbl.is Eigum ekki að „hræra í innyflum hvers annars“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kolefnisskattur  Steingríms á bíla  er nýtt nafn á skatti jóns baldvins og hann er ekki skattur á notkunn á kolefni heldur stöðuskattur á bíla óháður notkunn bílsins heldur daga sem bíll er á skrá ekki notkunn

bpm (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband