Ef fjámunirnir mundu ekki renna beint í sukkið í Reykjavík....

....þyrfti hvorki byggðarstofnun né aðrar björgunaraðgerðir, sem eru ekkert annað en sjálfskaparvíti okkar vegna þess að í hverju þjóðfélagi býr skrímsli, sem kallast "KERFIÐ".

KERFIÐ er þungt í vöfum.
KERFIÐ þvælist fyrir t.d. er ekki hægt að flytja til landsins hvítvoðung frá Indlandi sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt.
KERFIÐ tekur ekki til greina hvar teknanna er aflað.
KERFIÐ tekur lögin í sínar hendur og vinnur úr þeim á sinn hátt.
KERFIÐ er að rústa heilsugæslunni á landsbyggðinni.
KERFIÐ telur á sama tíma að nægt fjármagn sé til að byggj HÁTÆKNISJÚKRAHÚS
KERFIÐ fækkar möguleikum á að nýta fólkið sem við menntum.
KERFIÐ áttar sig ekki á nauðsyn þess að fækka háskólum í tvo, hjá 318.000 manna þjóð.
KERFIÐ áttar sig ekki á því, að í menntun gildir; framboð, eftirspurn og gæði.
KERFIÐ er búið að verðfella menntunina í landinu með fíflalegum áherslum.

Þetta er ekki allt.

Þeir sem fundu upp KERFIÐ eru blekbyttur (byrokratar) sem eru eins og krabbamein í hverju landi og vinna að því að hægja á samfélaginu og lengja allar boðleiðir.  Þeir flækja síðan lögin þannig að mjög erfitt er að vinna eftir þeim og forskrúfa alla hluti það rækilega að nær öruggt er, að ekki verður hægt að draga neinn þeirra til saka fyrir vanrækslu.  Í KERFINU er hægt að benda hver á annan.


mbl.is Byggðastofnun þarf 3,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband