Vinstri Grænir “runka míg í rímini”.

Það er ekki auðvelt að fóta sig á atvinnustefnu Vinstri Grænna, en það eitt er þó morgunljóst að þráhyggjan gegn stóriðju hefur ekki farið ekki fram hjá neinum.  Það má heldur ekki virkja, það skemmir náttúruna svo voða mikið, - nema margar litlar sætar virkjanir. Ekki má heldur gera neitt annað sem skaffar vinnu né annað sem er arðbært og skilar klinki í kassann hjá einhverjum. 

Hvað stendur þá eftir. Jú, - ein af þeim atvinnugreinum sem VG hafa sérstakt dálæti á er ferðaþjónustan.  Hins vegar verður ekki í fljótu bragði séð að VG hafi reynt að gera neitt til að auðvelda það, að hægt sé að reka hér á landi arðbæra ferðaþjónustu.

Hafa VG komið með einhverjar raunhæfar tillögur til að ferðaþjónustan verði rekin með ásættanlegri arðsemi?  Hverjar eru þær?  Hafa VG beitt sér fyrir því að einfalda býrokratíska eftirlitskerfið þannig að það sé ferðaþjónustunni ekki sá millusteinn sem nú er?  Hafa VG beitt sér fyrir lækkun á öðrum álögum á stéttina?  Hafa VG beitt sér fyrir því að lækka álögur á hópferðabíla, þannig að eðlileg endurnýjun geti átt sér stað?  Hvað annað er bitastætt í ferðamálaatvinnustefnu VG og hvernig á að fjármagna hana?  

Hver er síðan sýnilegur stuðningur VG?  Hvað stuðning fá þeir nú síðast frá ráðherra VG?  Jú, - hækka skattana á áfengi í fríhöfninni í Keflavík og færa þar með sölu þess varnings til erlendra flugvalla.

Það sem er opinbert, að VG eru á móti erlendu fjármagni, en gefa samt færi á því að þannig peningum verði smyglað inn í gegnum ESB og þverbrjóta í leiðinni heilögustu kosningaloforð sín um að ganga ekki í ESB.   

Kynjuð hagstjórn er VG sérlega þóknanleg og hægt að eyða milljónum í það verkefni svo framarlega að fjámunir koma af landsbyggðinni við að leggja niður kvennastörf í heilbrigðisgeiranum.  

Hverjar eru aðrar tillögur VG í öðrum atvinnumálum?  Hverju hafa þeir beitt sér fyrir en ekki gegn á Alþingi?  Spyr sá sem ekki veit.

Er von að manni verði við eins og pólsku vinnukonunni  ".....ég eggi skílúr tessir íslendingúr.  Teir rúnka míg í rímini…..” 

Það væri svo eftir öðru, að nýjasta útspil VG í atvinnumálum yrði: “að gera eitthvað annað, en eitthvað annað”. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég sé á skrifum þínum að VG eru ekki hátt skrifaðir hjá þér og ekki furða því að flestir þar á bæ eru búnir að drulla upp á bak með framkomu og kosningarsvikum!

Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband