Er ekki marg búið að reyna að tyggja það í stjórn....

..Landspítalans hve vitlaust þetta brambolt er.

Eina vitið er að hætta sem fyrst við þetta kofaklastur og hefja nýtt upphaf, byggja nýjan spítala og finna nýja staðsetningu.

Merkilegt að Skauplið RÚV skyldi ekki finna hve margir fyndnir punktar eru í öllu þessu skítadrullumixi, sem núverandi fáráðshætti fylgir.  Engum dettur í hug að breyta gamla haugryðgaða bensínbílnum sínum í rafmagnsbíl.  Það er keyptur nýr.  Sama á að vera upp á teningnum hér, - byggja nýtt.  

Hægt væri að gera sjálfstæðan framhaldsþátt um bull, ergelsi og pirru, sem kemur frá stjórn Landspítalans og hefur afgerandi áhrif á geðheilsu starfsmanna spítalans, svo ekki sé minnst á hve þetta er ömulegt fyrir sjúklinga, sem eiga það skilið að hvílast í friði og ró, en ekki upplifa sig í miðri loftárás.

Bendi á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ( http://sigmundurdavid.is/nyr-landsspitali/ ) hefur farið fremstur í flokki að reyna að koma viti fyrir stórn Landspítalans, borgarstjórn, ríkisstjórn og þingheim, en fram að þessu án árangurs.  Hver sinuþúfan er þar upp af annarri og þvælist fyrir heilbrigðri skynsemi og vel að merkja, - fá greitt fyrir það.

Sveiattan! 

 


mbl.is Meirihluti lækna vill Landspítalann á nýjan stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband