Minnimáttarkendin skiljanleg......

.....þegar Logi Már Einarsson kemst ekki á forsíðu fréttamiðla með skemmtiatriði (uppistand) í ræðustól Alþingis, nokkuð sérstaka tilburði, sem féllu þó ekki í kramið hjá forseta þingsins.  Þetta er skólabókardæmi Samfylkingarinnar í háttvísi.

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 13:31:

Þriðjudagskvöldið 27. nóvember fór fram önnur umræða um veiðigjaldsfrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Höfðu þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, karpað um orðaval og útfærslur á frumvarpinu.

Í andsvari sínu virtist Logi orðinn pirraður á frammíköllum Kristjáns Þórs, sem eru ógreinanleg.

„Frú forseti, nennirðu að biðja hann um að steinhalda kjafti meðan ég tala ?“

„Nei hættu nú alveg, Logi ?“ heyrðist þá úr þingsalnum frá ónefndri þingkonu. Í kjölfarið bað Þórunn Egilsdóttir, 4. forseti Alþingis, „þingmanninn vinsamlegast um að gæta orða sinna.“

Spurði Logi þá að bragði og horfði á Þórunni:

„Hvorn?“

„Háttvirtan þingmann í pontu“, svaraði Þórunn, með ísköldu augnaráði.

 

Þetta eru náttúrulega mannasiðir í lagi, - og rúmlega það.

 


mbl.is Boðuðu Sigmund ekki á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar pyntingar fréttagammanna.

Nú er maður búinn að hlusta á, lesa um og innbyrða úr sjónvarpi í rúma viku, um svokallað Klaustursmál.

Dettur ekki augnablik í hug að verja þann gjörning sem þar átti sér stað, en hvað er þarna í gangi gagnvart sakborningum og almenningi í landinu.

Halda fréttahaukar þessa lands að einhver Íslendingur viti ekki af þessu máli?

Hvað er málið að þetta sé stórfrétt í hverjum einasta miðli dag eftir dag?

Vita fréttamenn ekki að þetta fólk á foreldra, maka, börn og vini, sem líða fyrir þessa umfjöllun?  Hvers eiga þau að gjalda?  Hvernig munu þeir  í framtíðinni, taka á nafngreindum ölvuðum ökumanni, sem veldur alvarlegu slysi, þar sem einstaklingar láta lífið?  Er fréttastuðullinn að breytast?  Hvar er meðalhófið? 

Fréttamenn, eða á að segja fréttatæknar, nú er mál að linni.  Þetta er komið á það stig að vera ofsóknir af ykkar hálfu, sem er ekki hótinu betra en það sem þið eruð að fjalla um og hneykslar ykkur svo mjög. 

Nú segi ég, skammist ykkar fréttagammar, og komið með eitthvað jákvætt í skammdeginu og í tilefni hátíðar ljóss og friðar. 


mbl.is Segir ekkert hafa sært sig eins mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband