Ný hugsun þarf að koma til.

Eins nauðsynleg og verkföll voru í fyrndinni, þegar fólk var að berjast fyrir almennum mannréttindum, eru verkföll úrelt leið til að ná samningum. Allir tapa á verkföllum.

Í nútíma samfélagi verður að vinna þetta meira á kúltiveraðan hátt og þar þurfa allir að bæta sig í samskiptum.  Til dæmis er það ólíðandi að nýr launasamningur sem næst, skuli ekki gilda frá lok þess síðasta.  ennþá er nokkur misbrestur á þessu, þó nokkuð hafi þokast í rétta átt. Með því eru launagreiðendur ekki í neinni pressu að ná fram samningum fyrr en til verkfalls kemur.

Þarna  kemur Alþingi sterkt inn til að nútímavæða samskipti launagreiðanda og launþega.  Vert að hugsa hvort ekki sé hægt að lögleiða að vinnuveitundur þurfi að greiða dagsektir fyrir hvern dag sem líður frá því að síðasti samningur rann út. 

Spurningin er um "Þriggja Fasa Samning" til að leiðrétta hraðar þá lægstlaunuðu,sem ég fjallaði um í fyrri færslu minni hér á bloggi mínu.


mbl.is Koma þurfi deilunni í annan farveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband