Misskilningur, mótmæli og fáfræði, - sitt er hvað.

Það eru því miður ekki allir með hlutina á tæru og sjá ekki samhengið í ýmsum málum.  Landbúnaður, kjötframleiðsla og rafmagnsframleiðsla kemur þar nokkuð sterkt inn, sem einn alsherjar misskilningur.  Eða frekar er að nefna það, - fáfræði.

Þegar þéttbýlingar koma á slóð frumframleiðslu er oft á tíðum sérkennileg afstaða sem kemur fram í máli þeirra við frumbyggja Íslands. 

- Hversvegna að drekka þessa ógeðslegu mjólk beint úr beljum, þegar hægt er að fá hana í fernum í Bónus. 

- Til hvers að vera að fokkast með öll þessi dýr og slátra, þegar hægt væri að fá tilbúð kjöt í búðum. 

Svo ekki sé minnst á eggin.

- Tína þetta drullugt hjá hænunum þegar hægt er að fá þau tandurhrein í plastbakka í stórmarkaði.

Á Alþingi fyrir nokkrum árum voru sem oftar, harðvítugar deilur um virkjanir og orkuframleiðslu.  Þá sagðist einn þingmaður sunnanlands:

- Ekkert skil ég í þessari umræðu um að stöðugt þurfi að virkja, heima hjá mér er nægt rafmagn í tenglunum.

Og svo til að botna þennan pistil, þá var Ómar Ragnarsson með frábæra Stiklu-þætti á RÚV, þar sem hann fór um landið og talaði við kynlega kvisti. Þessir þættir slógu í gegn og voru frábærir á sinn hátt.  Það runnu hins vegar á mann tvær grímur, þegar það kom í ljós, að þorri íbúa í landnámi Ingólfs Arnarsonar, héldu í fúlustu alvöru, að þetta væri "eðlilega fólkið" á landsbyggðinni.  Sem leiðir auðvita hugann að því, - er það svo?


mbl.is „Fólk sem hatar rafmagn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband