Breimandi köttur á heitu tinþaki.

Drama í boð Samfylkingarinnar.  Sagan, eins og hjá Tennessee Williams, er fjölskyldudrama innan Samfylkingarfjölskyldunnar, þar sem ýmis óþægileg vandamálin skjóta upp kollinum.  Lengi vel var talið að ekki mundi neitt hvisast út um vandamálin, þar sem önnur fjölskylda var milli tannanna á fólki, vegna óheppilegra atvika á bar niðri í bæ sem vitni lak í fjölmiðla.

Athyglivert hve fjölmiðlar voru lengi að taka við sér, eins drjúgir og þeir eru þegar annar stjórnmálaflokkur á í hlut.  Voru þeir ef til vill hluti af plottinu, að þyrla upp nægjanlegu moldviðri, til þess að upp um hitt málið kæmist ekki???

Eru fleiri slík mál einhversstaðar föst milli þils og veggja, sem fjölmiðlar vita um og hentar að þegja í hel af pólitískum ástæðum. 

Eru fjölmiðlar á réttu róli að gæta jafnréttis og taka jafnt og hlutlaust á málum, hver sem á í hlut?  Einhvern veginn læðist efinn yfir, eins og hrollköld mara.

DÆMI:

a. Nei, nei, nei aldrei ESB.  Steingrímur J Sigfússon

b. Panamaskjölin.  Bjarni Benediktsson

c. IceHot1 á Ashley Madison.  Bjarni Benediktsson

d. Í ESB þótt að flokkurinn væri á móti slíkri aðild.  Katrín Jakobsdóttir

e. Borga, borga, borga ICASAVE.  Steingrímur J, Guðni Th., Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri.

f. Selja vistvæna orku og fá í staðinn stimpil að framleiða með kjarnorku, kolum, olíu og gasi.  Þarna þegja allir fjölmiðlar, nema besta blaðið á Íslandi, - Bændablaðið.

Þetta er ekki tæmandi list, en við hæfi að skrifa hann niður, til að sýna misvægið sem er í boði fjölmiðlanna. 

 


mbl.is Vika er langur tími í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband