Sæstrengur skiptir máli ef til hamfara kemur....

...segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets.  Þetta eru að sjálfsögðu réttmætar áhyggjur, eins og menn hafa í gegnum tíðina byggt upp innviði á Íslandi.

Hverjar eru líkurnar á að hægt verði að koma raforku til notenda, ef til hamfara kemur?

Er ekki megnið af línum ofanjarðar, sem þola tæplega hressilegt íslenskt vetrarveður án þess að bila?

Þola raflínurnar betur hraunflóð, jarðskjálfta og öskufall?

Hvaða vit hefur verið að koma öllum helstu stofnunum fyrir á einu ótryggasta svæði landsins?

Hver er rýmingarálætlun Reykjavíkur ef til hamfara kemur?

Í fljótu bragði lítur út fyrir að hér sé um áróður að ræða, og sönnun þess að alltaf verður með í þriðja orkupakkanum að leggja sæstreng til meginlandsins og öll meðul notuð til að tala fyrir því.  

Nær væri að tala um hvernig rýma eigi Reykjavík við slík átök náttúrunnar, hvar á að hýsa fólkið og hvernig á að hlúa að slösuðum.  Hvað með flugvöll í Vatnsmýrinni þegar til slíkra hamfara kemur og rýminga er þörf, er Bláfell og/eða Hengillinn fara að rumska.

Þá kemur sæstrengur að litlu gagni, - ég verð að segja það.


Bloggfærslur 25. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband