Hvenær er laxastofn villtur?

Er laxastofn í á villtur, þegar búið er að setja í laxveiðá, fimm milljónir seiða og einungis 1-2% rata heim aftur í ána.

Er það ekki fiskurinn sem kemur ekki aftur sem er villtur?  Hann ratar allavega ekki í ána aftur.  

Er það kanski vegna þess að seiðin eru úr einhverri annarri laxveiðiá og genatísku ratvísarnir leiða þá eitthvað annað?

Hvað eru þeir ræktuðu laxar kallaðir, sem eru svo "lánsamir" að rata "heim" í sælureit laxveiðmannanna?  Upphaflega villti stofninn í ánni?

Fyrirgefið, ég fatta ekki muninn á eldislaxi, ræktuðum laxi og villtum laxi, sem laxveiðikóngarnir eru að tala um. 

Ég fatta heldur ekki að "veiða og sleppa". 

Er laxinn ekki dauðvona, þegar búið er að láta hann berjast um á öngli í örvæntingu og angist? 

Hvað lifa margir laxar af slíka helför á önglinum? 

 


mbl.is „Víðs fjarri raunveruleikanum“ 
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband