Skeljungur með okurverð á Egilsstaðaflugvelli

Mikill munur er á þotueldsneyti á millilandaflugvöllum Íslands og kemur ekki á óvart að það sé ódýrast í Keflavíkurflugvelli þar sem eldsneytinu er skipað á land í Helguvík, kippkorn frá vellinum.

Lítraverð í Keflavík er ....... 254,45 IKR
Lítraverð í Reykjavík er ...... 254,45 IKR
Lítraverð á Akureyri er ....... 268,35 IKR
Lítraverð Egilsstöðum er ...... 291,15 IKR

Tvennt vekur strax athygli.  Það er sama verð í Keflavík og Reykjavík, þó það þurfi að aka með farminn frá Helguvík.  Þá virðist jöfnunarverð vera í gildi. 

Hitt sem stingur í augun er sá munur á lítraverð á eldsneytinu, sem er á milli Akureyrar og Egilsstaða, munurinn er 28,80 IKR. 

Eldsneytið er flutt í tanki, sem tekur 38.000 lítra í ferð.  Flutningurinn á farminum til Akureyrar miðað við uppgefið lítraverð er 529.200 IKR en til Egilsstaða 1.394.600 IKR.

Að aka hvern km með farminn til Akureyrar er 607,13 IKR
Að aka hvern km með farminn til Egilsstaða er 934,72 IKR

Hvað skýrir þennan mun, það er malbikað alla leið, ef farin IMG_2707er norðurleiðin.  Jafnvel þó farið sé um rándýr Vaðlaheiðagöngin, nægir það ekki til að skýra þennan mun.


Allir sitja sama borð við að borga skattana.

En þegar þarf að fá þjónustu úr sameiginlegum sjóðum er annað upp á teningnum. Þá verður allt í einu til annar og þriðji flokkur.

Öll helstu sjúkrahús landsins eru á suðvestur horninu og sérfræðingar.  Til að sækja þessa þjónustu þurfa margir landsmenn að leggja land undir fót til að sækja sérfræðiþjónustu, sem er af skornum skammti í nærumhverfi margra ef þá nokkur er til staðar.  Oft þarf að fórna vinnudegi/dögum til að nálgast sérfræðinga samfélagsins, sem allir landsmenn hafa sameinast í hjálpa til mennta.

Núverandi kerfi lækninga er í nafni hagkvæmni stærðarinnar, sérstaklega með sparnað í huga fyrir okkar sameiginlegu sjóði.  Það hefur sýnt sig að kerfið leggur auknar byrgðar á þá sem lengra þurfa að sækja þjónustuna, svo segja má að sparnaður hefur náðst með því að færa kostnaðinn af sameiginlegum sjóðum á herðar þeirra sem síst skyldi.  Sjúkratryggingar Íslands greiða einungis fyrir tvær ferðir til sérfræðinga utan heimahaganna. 

Þetta nær náttúrlega engri átt. 

Þegar maður er kominn á þann stað í lífinu, vera fæddur um miðja síðustu öld, hefur alla sína ævi borgað skatta og skyldur til jafns við aðra landsmenn. Auk heldur að hafa aldrei verið veikur, sem neinu nemur og sinnt sínu alla tíð, þá þykja það heldur kaldar kveðjur að sitja ekki við sama borð og þorri þjóðarinnar, þegar kemur að því að sækja til sérfræðinga. 

Það eru því sjálfsögð mannréttindi að fá þá þjónustu sem manni ber og þar eiga allir Íslendingar að vera jafnir fyrir Guði og mönnum,  Mannanna verk eiga að vera þannig upp sett að mismunun eigi sér varla stað.

Hægt er slíta út með töngum, greiðslu fyrir fleiri ferðum með að kæra til Úrskurðarnefndar velferðamála.  Eitthvað kostar að gera út slíkt apparat og eldra fólk veigrar sér að leggja út í það fen.  

Það er niðurlægjandi að þurfa að sækja um það sérstaklega, sem á að vera sjálfsagður hlutur og að það skuli ekki nægja skrifleg gögn frá lækni.

Þetta nær náttúrlega engri átt.


Norðurleiðin hugnast 63% aðspurðra íbúa Múlaþings

Enhver þarf að fara að hugsa sinn gang í pólitíkinni.  Miðflokksmenn hafa talað skýrt allan tímann.   Meirihlutinn í Múlaþingi lagðist svo lágt að reyna að þagga niður í fulltrúa Miðflokksins með því að kjósa hann vanhæfan.

Mörg bæjar- og sveitarfélög er að færa þjóðbrautir í jaðar byggða sinna til að minnka núning milli þungaumferðar og innanbæjaraksturs og gangandi.  Það er gert til að fá meiri samfellu í byggðina.  Dæmi um slíka hugsun er á Reyðarfirði.  Nýr vegur, Ægisgata tók þungann af Búðareyri.  Sama hugsun er á Borgarnesi þar sem uppi eru áform um færslu þjóðvegar 1, svo hann skeri ekki bæinn að endilöngu.  Hrafnagil er á sömu blaðsíðunni og Borgarnes.  Múlaþing stefnir hins vegar að bæjarfélagið verði þrískorið, þ.e. með Eyvindará, Fagradalsbraut og Suðurleið. 

Hér kemur tillaga sem er í anda Miðflokksdeildarinnar í Múlaþingi.

 

9BEB5C39-A23D-4F34-A2F9-927C4EB8D70B

 


Sérgáfa stjórnenda í Múlaþingi, - er að hrapa að ályktunum!

Það er mikil skammsýni ef menn telja að skipulag í Egilsstaðabæ sé smá innanbæjarverkefni, sem menn geti leyft sér að þrasa um, eins og hvort eigi að leyfa lausagöngu katta eða ekki.  Málið er heldur betur stærra en það.

Greiðar samgöngur og tengingar milli samgöngumannvirkja og þjónustukjarna og er lykillinn að uppbyggingu og farsæld íbúanna.  Því ber öllum kjörnum fulltrúum að sjá til þess að þetta fari saman og stilla málum þannig upp að sem mestur heildarávinningur náist.  Pólitískur smáborgaraháttur verður að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar.

Það er beinlínis í lögum að tenginga milli samgöngumannvirkja skuli vera greið.  Þegar til uppbyggingar hafna í Finnafirði kemur, gæti Egilsstaðaflugvöllur gegnt þar lykilhlutverki í þeirri uppbyggingu.  Þá er mikilvæg tenging flugvallarins við önnur samgöngumannvirki séu hnökralaus og að önnur mannvirki við flugvöllinn hamla ekki stækkun hans né þrengi svo að honum að það spilli getu hans til stórra verkefna.  Kjörnir fulltrúar verða að átta sig á því, að í mannfagnaði vega skálræður ansi létt og loforð sem þá eru gefin.  Ítrekað hafa komið loforð og vilyrði fyrir uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og um að lenging hans sé forgangsmál.  Sögð orð sem hafa enga merkingu, eins og dæmin sanna.

Lagarfljótsbrúin er í grunnin frá 1905, endurbyggð 1906 og gerð tvíbreið 1958.  Brúin er háð þungatakmörkunum og er til ama fyrir þungavinnuvélar, sem flytja þarf á milli staða og þarf í nokkrum tilfellum að fara um Lagafossvirkjun til að koma þungu tæki milli Fellabæjar og Egilsstaða.

Aðal vandamál brúarframkvæmda eru undanfarnar bæjarstjórnir á Mið-Héraði, sem ekki geta höggvið á þann Gordíonshnút, sem búið er að hnýta svo hressilega um hvar ný brú yfir Lagarfljótið á að vera.  Ástæðan er götótt framtíðasýn bæjarfulltrúa í Múlaþingi þegar kemur að samgöngumálum.  Þessi staða setur jafnframt lengingu Egilsstaðaflugvallar í uppnám, vegna þess að ekki er hægt að lengja flugvöllinn, nema færa Þjóðveg eitt um tæpan kílómeter til suðurs.

Jarðgöng
Jarðgangagerð hefur lengi verið í skoðun til Vopnafjarðar, en lítt miðað.  Hér er lögð til leið um út-Héraðið og að landsamgöngur norður fyrir Smjörfjöllin fari þar um.  Með vegi og varanlegu slitlagi út Fljótsdalshérað til Bakkagerðis er komin hvati til frekari nýtingu á þeim samgPastedGraphic-3öngubótum með tenging norður fyrir Smjörfjöllin. Aðal vegtengingin til Vopnafjarðar væri þá ekki fyeie Heiðarendann, heldur um þjóðveg 94 að Móbergi.  Þaðan yrði lagður vegur þvert yfir sléttlendið un Hróarstungu og Jökulsárhlíð(sjá kort).  Brýr þarf að byggja á Lagarfljótið og Jökulsá á Brú/Dal og vegur að göngum (A) hjá Hlíðarhúsum/Torfastöðum í gegnum Hlíðarfjöllin og yfir í Böðvarsdal.   Vegur þaðan yrði lagður út dalinn og tengdur við veginn hjá Eyvindarstöðum.  Efnið úr göngunum nýttist í vegalagningu.  Þar með yrði rofin vetrareinangrun íbúa beggja vegna Smjörfjalla.  Seinna væri haldið áfram með önnur jarðgöng (B) gengt þeim fyrri, sem myndu opnast í hinn endann á svæðinu Skjaldþingsstaðir/Syðri-Vík.  Hæglega má skipta þessu verkefni í þrjá sjálfstæða áfanga.  

Tenging við Vopnafjörð er mikilvægt fyrir Austurland allt.  Tenging norður skýtur stoðum undir svæðið allt og er styrking að bættum lífskjörum.  Það gerir ekki síst Vopnafjörð áhugaverðara svæði til búsetu.  Vegstytting milli Vopnafjarðar og Egilsstaða verður umtalsverð, sem styttir tímann að komast í verslun, þjónustu, skóla og flug, allt innan klukkustundar aksturs.  Samlegðaráhrif við Bakkagerði mundu vega þungt er varðar aukna ferðaþjónustu, með bættum samgöngum. 

Allar þessar tengingar, búsetuúrræði og atvinnutækifæri eiga eitt sameiginlegt!
Að Norðurleiðin verði að veruleika við Egilsstaði


Gular viðvaranir fyrir Egilsstað þýðir bara eitt

Hvað þarftu öfluga sólarvörn?

Eins og karlinn sagði: "Þessar spár eru orðnar svo vitlausar að það er ekki einu sinni hægt að treysta því að þær séu vitlausar."

Að því sögðu legg ég til að Veðurstofan sé með veðurfræðinga á 24/7 vöktum á Egilsstöðum til að koma skikki á spárnar fyrir Mið-Austurland.


mbl.is Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki bara best að breyta N4 í ohf?

Vandamál landsbyggðarmiðilsins N4 var í fréttum nýliðin mánaðarmót vegna gjaldþrots. Það var dapurlegt að verða vitni að óvæginni umræðu í kjölfarið.

Í Reykjavík eru nægir fjármunir til að reka í félög í vanda, oft koma þeir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Af hverju er er þá bara ekki gengið alla leið og breyti skammstöfuninni í ohf/rkv, t.d.:

  • Sinfó ohf/rkv
  • Harpan ohf/rkv
  • Þjóðleikhúsið ohf/rkv
  • Landhelgisgæslan ohf/rkv
  • Háskóli Íslands ohf/rkv
  • Borgarlínan ohf/rkv
  • Og svo framvegis ohf/rkv

Það kom lítið á óvart framganga nokkurra þingmanna á hinu ríkisrekna Alþingi gegn landsbyggðafjölmiðli.  Þar hjó sá er hlífa skildi.

Hins vegar var óvænt að upplifa það þegar RÚV gekk berserksgang gegn aukafjárveitingu til landsbyggðarfréttamiðilsins N4.  RÚV fór af landsbyggðinni með skottið milli fótanna eftir skammvinnt tímabil og hefðu átt að hafa skilning á vandamálum minni fjölmiðlanna.  Maður vænti meiri háttvísi frá RÚV, sem er sá  miðill sem hefur aldeilis fengið fóðrið úr ríkisjötunnar og með stuðningi almennings á Ísland samkvæmt lögum. 

Við uppbyggingu svæðisstöðva RÚV gafst tækifæri að nálgast viðfangsefnin á landsbyggðinni á heimavelli og svo í fyllingu tímans átti að að færa heimilisfestu Rásar tvö til Akureyrar.  Í tilefni þessa áfanga var tekið viðtal við Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóra.

Þar fann útvarpsstjóri þessum flutningi allt til foráttu.  Húsnæði var ekki fullnægjandi, skortur á tæknimönnum og kornið sem fyllti mælinn voru, takmörkuð tæknileg  geta við að framkvæma verkið.  Svo klikkti hann út með þessari gullvægu setningu:

Og svo er tæknin orðin svo fullkomin, að við getum tekið viðtal í síma við mann á Raufarhöfn í slíkum gæðum að það er eins og hann sitji í stúdíóinu hjá okkur í Reykjavík.

Ættbogi Ragnars Reykáss rekur sig víða.   


Ný brú á Lagarfljót er nauðsynjamál

Þessi fyrirsögn og frétt var í Morgunblaðinu 8. nóvember 1953 og síðan eru liðin tæp 70 ár.

LagarfljótsbrúPastedGraphic-4in er í grunnin frá 1905, endurbyggð 1906 og gerð tvíbreið 1958.  Brúin er háð þungatakmörkunum og er til ama fyrir þungavinnuvélar, sem flytja þarf á milli staða og þarf í nokkrum tilfellum að fara um Lagafossvirkjun til að koma þungu tæki milli Fellabæjar og Egilsstaða. 

Aðal vandamál brúarframkvæmda eru undanfarnar bæjarstjórnir á Mið-Héraði, sem ekki geta höggvið á þann Gordíonshnút sem búið er að hnýta svo hressilega, um hvar brú yfir Lagarfljótið á að vera í framtíðinni.  Ástæðan er, að engin framtíðasýn er til í fórum bæjarfulltrúa í Múlaþingi, er varðar samgöngumál.  Þessi staða setur jafnframt lengingu Egilsstaðaflugvallar í uppnám, vegna þess að ekki er hægt að lengja flugvöllinn, nema færa Þjóðveg eitt um tæpan kílómeter til suðurs. 

Það rímar síðan engan vegin við háleita hugmyndir sömu fulltrúa um aukna umferð um flugvöllinn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband