Jarðgöng sem gagnast fleirum

Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftir farandi frétt:

“Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur.”

Þetta er nú svo sem gott og blessað, að loks eftir áratuga baráttu, sjái til í lands með samgöngubætur til Seyðisfjarðar.  Ljóst er að þessi útfærsla hefur verið sumum stór biti að kyngja og því hefur þurft að gefa einhver sleipiefni til að fá þessa útfærslu til að renna ljúflega.

Mikið verk er framundan að hanna endanlega útfærslu og því er tímabært að kom á framfæri hugmyndum um útfærslu, sem henta mundi heildinni best, án þess að kvika frá megin stefi um úrbætur til Seyðisfjarðar.

Meðfylgjandi er tillage að fyrirkomulagi, sem henta mundi meirihluta íbúa Austurlands best, að mati síðuhafa (sjá mynnd).

  1. Seyðfirðingar fengu sín langþráðu göng
  2. Einangrun Mjóafjarðar yrði rofin með göngum út úr þeim göngum
  3. Í fyllingu tímans yrðu grafin göng undir Eskifjarðarheiði

Með því að grafa hliððargöng út úr Seyðisfjarðagöngum sparest einn vegskáli.  Á Vestfjörðum eru þríarma göng á milli Ísafjarðar, Suðureyrar og Flateyrar.  Ekki er annað vitað að þetta fyrirkomulag hafi reynst prýðilega.

Auk þess að spara einn vegskála við gangagerð til Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, væri hægt að stytta verktíma verulega með því að vinna sig inn frá Mjóafirði og grafa þaðan í sitthvora áttina.  Með þessar útfærslu væri loftræsting jafnframt betri í öllum göngunum og auk þess væri komin flóttaleið úr göngunum, ef til þess kæmi að rýma þau og mun skemmri tíma gæti tekið að koma þeim í gagnið.

Göng undir Eskifjarðarheiði væri mun meiri samgöngubót fyrir þorra íbúa Austurlands, en aðrar lausnir sem eru í spilunum.  Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum og að Álveri Alcoa á Reyðarfirði og greiðari leið um hávetur að fara þar á milli, en að fara um Fagradal.  Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast til Héraðs t.d. að komast í flug.  Lítið lengra er fyrir Norðfirðinga að fara sömu leið, - í langþráða ferð til Héraðs.

Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta einnig varaleið, þegar válind veður herja á Fagradal.

AustfjarðagöngSamtals yrðu þetta um 25 km, eða svipuð vegalengd og bráðabirgða útfærsla um jarðgöng, sem kynnt var á dögunum og trúlega jafnframt eitthvað ódýrari. 


Auðvita á ekki að sóa fé Reykjavíkurborgar í tóma vitleysu....

...og náttúrulega frábært að meirhlutinn skuli loks komast að því.  Braggamálin með sjálftökuliðið í borgarsjóð og innfluttum rándýrum puntustráum hefur greinilega rifið upp glyrnurnar á meirhlutanum. 

Betra seint en aldrei.

Hitt er meirihlutanum í borgarstjórn greinilega ekki ljóst, hvað síðar verður, að hér situr hann í skjóli lögbrota, sem af lagatæknilegum ástæðum er ekki hægt að dæma hann frá.

Brotið er jafn alvarlegt fyrir það.

Einhverjir hefðu haft vit á því að þegja og skammast sín.

Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til þess af meirihlutanum í Reykjavíkurborg. 

Þar ræður siðblindan ríkjum.


mbl.is „Vandræðaleg erindisleysa“ Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært að ræða um að Noregur skili Jan Mayen og .....

.... borgi leigu síðustu áratuga.  Er ekki rétti vettvangurinn að ræða þetta núna, þegar Erna Solberg er á svæðinu.


mbl.is „Andstyggileg“ viðbrögð Frederiksen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokuðu Grænbók, um stefnu stjórnvalda....

....of snemma svo ekki var hægt að skila inn athugasemdum.  Á heimasíðunni var frestur gefinn til og með 16. ágúst en um klukkan 21:30 var síðan óvirk.  Fjöldi áskorana er kominn á síðuna um að lengja frestinn vegna sumarlokana í minni sveitarfélögum, hjá stjórnum og ráðum.

ATHUGASEMD:

Við byggingu á flugvellinum á Egilsstöðum var áformað að endanleg lengd vallarins yrði 2.700 metrar og við hönnun hans var það haft að leiðarljósi. Það var ekki að frumkvæði heimamanna að það var gert, heldur var það ákvörðun frá hinu háa Alþingi.

 

Ákvörðun þessi var mjög skynsamleg og fyrir því liggja nokkrar ástæður. 

 

  • Aðflug er hindranalaust inn á báða enda.
  • Aðflugslágmörk með því besta á landinu.
  • Aðstaða fyrir flughlöð með miklum ágætum.
  • Egilsstaðaflugvöllur á öðru veðursvæði en Keflavík og veðurfarslegar andstæður þær mestu á landinu.

 

Auk þess eru aðrar ástæður sem mæla með Egilsstaðaflugvelli.

 

  • Hægt að koma fyrir aukabraut sem er 040 gráður frá aðalbrautinni.
  • Flugbraut þessi væri með stefnuna 180/360 gráður og 2100 metra á lengd, sem skv. vindrós mundi vera til verulegra bóta.
  • Flugvöllur er í 76 feta hæð (rúmlega 23 m) og hækkuð sjávarstaða vegan bráðnunar jökla, mun seint hafa áhrif, öfugt við marga flugvelli á landinu.
  • Með núverandi stefnu stjórnvalda vegan uppbyggingar hernaðarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli, verður vaxandi krafa á að herflugvélar geti leitað til varavallar, sem uppfylla kröfur um fullnægjandi aðstæður fyrir flugflota hersins.
  • Vaxandi laxeldi austanlands kallar fyrr eða síðar á flug beint frá Austurlandi með afurðir á markað, einnig af Norðurlandi með bættum landsamgöngum.
  • Egilsstaðaflugvöllur er veðurfarslega mjög vel staðsettur fyrir fraktflug með sjávarfang, með innan við þriggja tíma aksturfjarlægð frá Norður- Austur- og Suðausturlandi.
  • Með vaxandi umhverfisvitund má leiða líkum að því, að flugi með ferðamenn frá norður Evrópu til Íslands, verði í auknu mæli vísað til Egilsstaða og þar með reynt að bæta kolefnaspor landsins.

 

Til að fullnægja markmiðum um góðan varaflugvöll, verður Egilsstaðaflugvöllur að geta tekið við öllum flugvélum sem gera áætlanir sínar inn á Keflavíkurflugvöll og þar með þarf að breikka aðalbrautina í 60 m og lengja hana í 2700 og leggja auka flugbraut 45x2100 með stefnu 180/360 gráður.

 

Benedikt V Warén

 


Flytja skal RÚV í heilu lagi til Egilsstaða.....

....til þess að gæta hlutleysis í fréttaflutningi, vegna þess að ekki er heppilegt að allir fjölmiðlar landsins húki á sömu hundaþúfunni.

Tæknilega eru engin vandkvæði á því að færa höfuðstöðvar RÚV.

Stefna ríkisstjórna er að halda landinu öllu í byggð.

Stefna ríkisstjórnarinnar er að færa störf út á landsbyggðina.

Nú er bara að girða sig í brók og standa við stórkallalegar yfirlýsingar, - ella verður litið á slíkar tillögur, sem innihaldslaust raus í pólitískum tilgangi.


mbl.is Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta menn lært af reynslunni eftir tvö skipti.

Maður einn fór í partý með félögum sínum og þar var gleððskapur mikill og mikið drukkið af sterkum drykkjum.  Þegar fjaraði undan gleðskapnum fóru menn að tínast heim.  Vinur okkar settist upp í sinn einkabíl og ók heim eins og leið lá og komst áfallalaust heim án þess að valda tjóni.

Nokkru síðar var annað partý og allt fór á sömu leið, - nema. Á leiðinni stoppaði löggan hann, sem hafði það í för með sér að hann þurfti að láta bílinn eiga sig í þrjá mánuði.  Það var erfiður tími, sér í lagi vegna þess að hann var atvinnubílstjóri.

Ekki leið á löngu að flautað var í þriðja partýið og okkar vinur fékk skutl þangað.  Nú brá svo við, að í þessu þriðja partýi, afþakkaði félaginn alla sterka drykki.  Auðvita var veist að honum af félögunum og reynt að koma víni inn fyrir hans varir.  En hann sat við sinn keyp og drakk ekkert sterkara en Pepsí.

Þetta segir manni það, að þó gerðar séu tvær skyssur er engin nauðsyn að gera þá þriðju. 

Sumir a.m.k. læra af reynslunni.


Skilgreiningaratriði hvað er sveitarfélag

Réttara er að skilgreina hvað samfélag geti talist sveitarfélag. Til dæmis:

- Póstnúmer

- Barnaheimili / Starfsfólk

- Grunnskóli / Kennarar

- Sjúkraskýli / Læknir eða hjúkrunarfræðingur 

- Öldrunarheimili / Starfólk

 

Það er ekki stærðin sem skiptir máli. Það er þjónustustigið.

 

 


mbl.is Samstarfssveitarfélög taki næsta skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær flugur í einu höggi.

Tel rétt, vegna þess að fjármunir er til í slík sértæk verkefni, að mála gangbrautir borgarinnar í þessum litum, í stað þess að fara í þessa vegferð.

Það mundi vekja heimsathygli, langt umfram þessa útfærslu og um leið að endurnýja málningu á gangbrautum, þar sem víða er ekki vanþörf á.

Allir græða! smile


mbl.is Skólavörðustígur málaður varanlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkupakkakonsertinn í op. númer 3, - í D-dúr í afvegaflutningi ríkisstjórnarinnar....

....sérstakir gestaspilarar Viðreisn, Samfylkingin, Píratar og Flokkur fólksins.

Orkupakka opna brátt
ofsafengnir þingmenn vilja
En auðvita nær það engri átt
hjá aulunum, sem ekkert skilja

Nú eru komin kaflaskilin
og Kötu stoppa; - í öllum bænum
Framsókn verður að stokka spilin
og splundra stjórn í einum grænum


mbl.is Segir Guðlaug Þór skorta rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúsahola til Mjóafjarðar

image001Nú eru talsverðar líkur á að skynsemin fái að ráða og hlustað verði á þá sem mesta hagsmuni hafa í málinu. 

Þá á ég við Fjarðaheiðargöngin milli Héraðs og Seyðisfjarðar, sem nú sér fyrir endann á að komist inn í fjárlög og því fyrr því betra.

Best væri á því, að göngin verði í boga og þá væri hægt að bora Fúsaholu fyrir Sigfús Brekkubónda til þess að hann komist af bæ á öllum tíma árs frá Mjóafirði(sjá mynd).

Enn fremur hefur það þá kosti:

Sparar einn vegskála.

Hægt er að flýta vinnu við göngin, með því að grafa frá sitthvorum enda og til beggja átta frá göngum, sem liggja til Mjóafjarðar.  Þannig má flýta gangagerðinni svo að þau komist í gagnið á sem skemmstum tíma.

Síðast en ekki síst, þá er komin göng sem nytast sem flóttaleið, ekki eingöngu fyrir Fúsa til Héraðs, heldur sem flóttaleið ef eitthvað gerist í göngunum.  Auk þess verður betri loftræsting í göngunum.

Aukaafurð, væri svo að byggja orkuver inni í göngunum og nýta vatn á Gagnheiðinni og koma því í fallpípu niður í túrbínur.  Fallið er umtalsvert og hægt að framleiða mikið rafmagn með til þess að gera litlu vatnsmagni.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband