Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Er kjarnorkuver á Islandi?

Í Bændablaðinu er bent á það að íslensk orkufyrirtæki virðast geta skipt á hreinni innlendri orku og kjarnorku við erlend orkufyrirtæki til að laga stöðu þeirra síðarnefndi í hreinleikamálum og fá væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð.

https://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/ 

Þetta leiðir hins vegar af sér að gróðurstöðvar geta ekki auglýst sig sem notanda hreinnar orku.  Lausnin er hins vegar sú, að orkufyrirtækin, þau sömu og rústað hafa orðstír hreinnar orku á Íslandi, geta vottað að gróðurstöðvarnar nýti hreina orku, - gegn því að fá greidda fimm aura á hverja kílóvattstund.

Þetta er náttúrulega bara eins og einhver taki sig til og skíti á lóðina hjá einhverjum og banki síðan uppá hjá viðkomandi og bjóðist að hreinsa óhroðann burt, - gegn sanngjörnum prís.

Egill rauði kveður:

Orku bjánar breyta í grút
og bjóða í sínu valdi
En geta strikað skítinn út
gegn "smánarlegu" gjaldi


Túristar, - er það eingöngu jákvæð upplifun

Endalaust er rifist um hvort álver eða ferðaþjónusta skuli vera aðal á Íslandi.  Nú er komið babb í bát iðjuvers andstæðinganna, þar sem notaður klósettpappír túristanna er farinn að fjúka um hálendið og sjónmengun er jú líka mengun, - ojbarasta.

Egill rauði kveður:

Túrista- og tækniher
er tímabært að nýta
Verst að vargar þessir hér
í víðernin okkar skíta.


Nýr formaður með flotta framrúðu....

....vantar ekki vinnukonur á svona mannvirki?

Vonandi finnur flokkkurinn rétta tímann fyrir landann, það er stórmál.


mbl.is „Meiri samkennd en sýnist á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband