Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

Er þetta þá ekki að verða ljóst......

......ef flugvöllurinn þarf að víkja úr Vatnsmýrinni, ber Reykjavíkurborg að skaffa nýjan á sinn kostnað.  Sjálfsagt fyrir innanríkisráðherra að samþykkja það ráðslag, en ekki leggja krónu í púkkið.  Hins vegar á Reykjavíkurborg að borga í ríkissjóð matsverð á eignum ríkisins við flugvöllinn, brautir og mannvirki, og bæta öðrum eigendu einnig samkvæmt mati, ef ekki semst um annað.

Mikið var að Dagur er að skilja það, að ekki er hægt að leggja niður starfsemi í Vatnsmýrinni og geta jafnframt gert kröfur til ríkisins að fjármagna nýja lausn.   Það eru alfarið fjármunir sem koma úr borgarsjóði í það verk og spennandi að sjá fjárfesta sem vilja taka þátt í þessu verkefni.  Enda græða þeir ótæpilega, að eigin sögn, á sölu lóða í Vatnsmýrinni, svo ekki ætti þeim að verða skotaskuld úr því að byggja eitt stykki flugvöll í Hvassahrauni og sjá alfarið um rekstur hans til frambúðar.


mbl.is Stofni félag um nýjan flugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að gera leiðsögumenn og ferðaþjónustuna ábyrga....

....fyrir hópnum og ef einhver á þeirra vegum verður uppvís að slíkui athæfi, missi leisögumaðurinn réttindi sín til fimm ára og ferðaþjónustan verði sektuð hressilega.

Einnig þaf sá einstaklingur, sem verður uppvís að skilja eftir sig í núttúrinni þennan viðbjóð og annað óæskilegt sull, að vera sektaður um a.m.k. 50.000 IKR. 

Þetta þarf að kynna rækilega í blöðum og tímaritum, sem liggja frammi í þeim farartækjum sem sinna ferðaþjónustu.

Háar sektir og ströng viðurlög er eina sem fælir frá og getur spornað við þessu viðbjóðslega athæfi.

 

 


mbl.is „Bannað að gera þarfir sínar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband