Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Það er Hvalasafn á Húsavík, hvers lags vinnubrögð eru þetta?

Vita menn ekki að það er Hvalasafn á Íslandi?

Vita menn ekki að það er á Húsavík?

Þarf að níða skóinn niður af Húsvíkingum?

Hvers vegna er ávallt reynt að gera út á það sama og aðrir hafa gert, stolið og stælt af Reykvíkingum?

Vantar frumkvæði í þá?

Djasshátíð Egilsstaða - Jasshátið í Reykjavík

Dagar myrkurs á Austurlandi - Slökkt á götuljósum í Reykjavík

Halaskoðun á Húsavík - Hvalaskoðun í Reykjavík 

 


mbl.is Fluttu hvalina í tuttugu gámum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd nr.4 Kirkjan á Búðareyri við Reyðarfjörð?

Sýnist þetta vera kirkjan á Búðareyri við Reyðarfjörð.  Það er nú búið að byggja við hana safnaðarheimili.
Fjallið bak við hana er sennilega Kollaleirutindur og dalurinn þar sem Búðaráin rennur um.

Þetta sjónarhorn væri hægt að ná við N1 (KHB gamla) verslunina.  En rétt væri fyrir staðkunnuga á Reyðarfirði að skoða þetta betur. 
mbl.is Leitar á slóðir afa síns í hernáminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú erum við að tala saman...

... byrja á að sameinast Færeyingum og færa síðan alla stjórnsýslu í höfuðstað eyjanna, - Þórshöfn.  

Ekkert þarf að gera, eyjaklasann heitir áfram Færeyjar og Ísland verður bara stærsta eyjan í klasanum. Þórshöfn er nær Bruxell, það yljar efalaust einhverjum um hjartaræturnar, að færa höfuðstaðinn nær ESB kötlunum.

Hugsið ykkur stöðun sem við værum þá komin í!.  

Öll fiskimiðin!  

Vá, - maður lifandi!!

 

 


mbl.is Gæti flutt stjórnarráðið til Þórshafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband