Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

RÚV við sama heygarðshornið.

Ótrúlegt að hlusta á Útvarp allra landsmanna hamast við að finna einhverja talsmenn þess, að færa EKKI ríkisstofnanir út á landsbyggðina.

Hisn vegar ætti það ekki að koma manni á óvart, stofnun sem lagði niður allar stafsstöðvar sínar á landsbyggðinni og rústaði Rás 2, sem var með starfsstöðvar á landsbyggðinni.

Ekki skemmir heldur fyrir í þessari ófrægingarherferð, að Framsóknarflokkurinn er við stjórnvölinn á þjóðarskútunni ásamt Sjálfstæðisflokknum.  En það er stofnuninni nægt tilefni til að beita öllum meðulum til að reyna að draga úr trúverðuleika ríkisstjórnarinnar.  Skiptir þá engu þó þurfi að toga og tegja á sannleiknum í allar áttir.

RÚV = Útvarp Reykjavík góðan daginn!

 

 


Enginn í Reykjavík er "RASANDI" þegar....

...opinber störf eru lögð niður á landsbyggðinni, í formi skipulagsbreytinga og tilfærslna.  Og merkilegt nokk, -oftast eru önnur sambærileg störfum komið á í Reykjavík í kjölfarið.  Þá er það talin eðlileg stjórnsýsla og hagræðing.  Starfsmenn og fjölskyldur eru samt á bak við hvert starf á landsbyggðinni, sem þannig er hrókerað burt, alveg eins og í Reykjavík.

Margsinnis hef ég orðið vitni af skelfingu fólks úr Reykjavík, í fundarferðum sínum út á mörkina, þegar minnsti grunur hefur vaknað um að það komis ekki heim samdægurs.  Þetta fólk dettur í breytingarskeyð kvenna, jafnvel fílefldustu karlmenn, sem svitna og kólna á víxl og ekkert má útaf bera að þeir bresti ekki í grát. Oft hefur legið nærri að kalla hafi þurft út áfallateymi til að taka þessa einstaklinga í áfallahjálp.

Ég get því vel skilið að þetta fólk sé slegið, landsbyggðin er náttúruleg þvílíkur voða staður að þar getur ekki búið fólk með fullu viti.

Vegalengdir, samgöngur, heilsugæsla, skólamál, tölvusamband og öll önnur nútíma þægindi landsbyggðarinnar, er heldur ekkert vandamál, fyrr en Reykvíkingur þarf að reyna það á eigin skinni.

 


mbl.is „Ég er alveg rasandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru það bara konur, sem lenda í skilnaði.....

......og eru þá jafnframt aleinar í vandamálunum með kynlífið?  Ég bara spyr.  
mbl.is 10 atriði um kynlíf eftir skilnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðalbúnaður í leik fyrir Suárez....

..verður að vera eins og á Dr. Hannibal Lecter.
mbl.is Suárez gæti fengið tveggja ára bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Votir draumar um sæstreng

Að selja orku úr landi er ein arfavitlausasta hugmynd sem upp hefur komið lengi og ég er mjög dapur yfir þætti forseta vors í þessu sambandi.  Þeir sem vilja selja, sjá gróða í hverju horni, en þegar betur að gáð, hefur þetta sömu áhrifin og að pissa í skóinn sinn, - tímabundin áhrif.

"Gróðinn" sem menn sjá, er vegna þess að lítið sem ekkert á að greiða landeigendum fyrir vatnsréttindin, heldur á "ágóðinn" að renna beint í hítina fyrir sunnan, eins og allar "góðu " hugmyndirnar sem koma frá EXECL-tæknunum.  Summan sem fæst fyrir orkuna, rennur beint til Landsvirkjunar og sama og ekkert er greitt af því fyrirtæki í fasteignagjöld fyrir stíflumannvirki, sem með réttu ætti að renna til sveitarfélaga.

Orkan okkar er hrein og verðmæt afurð, og vilji erlendir menn nýta hana, þá "versgú" komið og nýtið hana hér.  Skapið vinnu á Íslandi.  Sé eins mikil orka til í "kerfinu" eins og menn vilja vera láta, getum við nýtt hana í eigin þágu t.d. matvælaframleiðslu, ylrækt, fullvinnslu iðnaðarvöru, þar sem raforka er stór áhrifavaldur.

Orkan okkar er hrein og verðmæt afurð, því á ekki að eyða henni í tap í köplum milli landa.


mbl.is Segir sæstrenginn ekki ganga upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband