Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Hvers virði er samningsrétturinn, - ef lög koma eins og af flæðilínu frá Alþingi?

Hvert á þá að vera framhaldið?  

Hver er réttur launþega?

Er eðlilegt að ríkisstjórn sé strengjabrúða atvinnurekenda?  


Hver verða afdrif farþega í útlöndum, ef vélar verða ekki afgreiddar vegna aðgerða stjórnvalda? 

Að setja lög á frjálsa samninga eru gróf inngrip í eðlilegan farveg samningsaðila.  Verkföll eru neyðarréttur launþega, ef ekkert þokast í samningsátt.

Það verður einnig að ætlast til af þeim sem hafa skoðun á málinu, að koma með vitræna tillögu til lausnar, - ekki bara upphrópanir.

Þá þarf að gera þá kröfu til löggjafasamkomunnar, að hún þoki málinu áfram, - en ekki að koma því í pattstöðu eða enn harðari hnút.

 


mbl.is Lög verða sett á flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verkfallsrétturinn gólfmotta Hönnu Birnu?

Nýlega var haft í hótunum við félagsmenn FFR, SFR og LSS vegna lausra samninga við ISAVIA.  Engar sjáanlegar bætur fengust þó upp í kröfugerð þessara félaga, - bara hótun stjórnvalda.

Nú liggur í  loftinu hótun úr sömu gryfjunni, þó ekki sé málið jafn víðfermt og í fyrra dæminu, þar sem mörg flugfélög sinna nú millilandafluginu.

Nú virðast stjórnendur og samninganefndir fyrirtækja geta stólað á aðkomu ríkisstjórnarinnar til að berja menn til  hlíðni í samningum, - bótalaust.  

Áður fyrr var ítrekað talað um að starfsmenn hins opinbera gætu vel verið á lægri launum, vegna þess hve lífeyrissjóður þeirra var sterkur og með ríkisábyrgð.  Sú söguskýring stenst ekki lengur og því er verið að vega í sama knérunn, með því að skjóta einnig verkfallsréttinum út af samningaborðinu.

Icelandair er ekki eiginlegt ríkisfyrirtæki, þó það væri nánast á fjárlögum mörg ár í röð fyrir nokkrum árum.  Nú græða þeir hins vegar á tá og fingri, en þó má engu skila til almennings, ekki einu sinni til starfsmanna fyrirtækisins.
mbl.is Flugmannaverkfall kynnt í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlarnir eru einfaldleg betri prestar....

...Guð vill greinilega hafa þetta svona.  
mbl.is Al­var­leg­ur kynja­halli í kirkj­unni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband